Sögðust hafa tekið stera vegna sólarlandaferðar en fengu enga miskunn hjá Áfrýjunardómstólnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:45 Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Benfica | Börsungar í bílstjórasætinu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Benfica | Börsungar í bílstjórasætinu Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Skíðastökkvararnir segjast ekkert hafa vitað Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Skraddarinn segir sorrí: „Mun sjá eftir þessu ævilangt“ Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Liverpool í þremur líklegustu úrslitaleikjunum Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Sjá meira
Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36
Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15