Sögðust hafa tekið stera vegna sólarlandaferðar en fengu enga miskunn hjá Áfrýjunardómstólnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 07:45 Íshokkímaður. Myndin tengist málinu ekki. Vísir/Getty Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Íþrótta og Ólympíusambands Íslands staðfesti í gær fjögurra ára keppnisbann yfir íshokkí-landsliðsmönnunum Birni Róberti Sigurðssyni og Steindóri Ingasyni. Þeir féllu báðir á lyfaprófi eftir að hafa verið að eigin sögn að undirbúa sig fyrir sólarlandaferð en ekki fyrir keppni inn á svellinu. Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason tóku inn stera sem voru á bannlista lyfjaráðs ÍSÍ og féllu á lyfjaprófi. Skýring þeirra þá og öll vörn þeirra hefur snúist um að þeir hafi tekið sterana til að stækka vöðva sína fyrir sólarlandaferð en ekki til að bæta árangur sinn í íshokkí. Á það féllst dómurinn hinsvegar ekki. Björn Róbert og Steindór áfrýjuðu dómi dómstóls Íþrótta og Ólympíusambands Íslands frá 6. desember síðastliðnum og vildu að dómurinn yfir þeim yrði ómerktur og málinu vísað heim til dómstóls ÍSÍ til efnislegrar úrlausnar en á það var ekki fallist. Tvímenningarnir vísuðu meðal annars til þess að þeir féllu ekki undir gildissvið laga ÍSÍ og að ákæran í málinu væri haldin ágöllum. „Heimildir dómstóla til refsilækkunnar eru mjög takmarkaðar í lögunum eins og fram kemur í forsendum hins áfrjýjaða dóms. Með vísann til þessa og að öðru leyti forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í lokaorðum dómsins. Þeir Björn Róbert Sigurðsson og Steindór Ingason eru því báðir dæmdir í fjögurra ára óhlutgengis til þátttöku í allri starfsemi sem fram fer á vegum ÍSÍ, sambandsaðili þess eða félaga eða deilda innan þeirra frá 6. september 2017. Þetta þýðir með öðrum orðum að þeir Björn Róbert og Steindór mega ekki koma nálægt íslensku íþróttalífi til 6. sepetember 2021. Dómana má sjá hér og hér.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36 Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Tveir landsliðsmenn í íshokkí mega ekki taka þátt í íþróttum í fjögur ár Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason eru landsliðsmenn í íshokkí en mega ekki taka þátt í sinni grein eða öðrum íþróttum á vegum ÍSÍ næstu fjögur árin. 14. desember 2017 14:36
Landsliðsmenn féllu á lyfjaprófi vegna steraneyslu Björn Róbert Sigurðarson og Steindór Ingason, landsliðsmenn í íshokkí, eru í tímabundnu keppnisbanni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 30. september 2017 11:15