Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 13:21 Alda Hrönn Jóhannsdóttir var aðallögfræðingur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þegar málið kom upp. Vísir/Pjetur Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Málið hefur farið fram og til baka í dómskerfinu eftir að Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu árið 2016. Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað hins vegar að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun setts héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Settur héraðssaksóknari felldi málið niður á nýjan leik í október á síðasta ári. Var niðurfellingin kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti nýverið ákvörðun setts héraðssaksóknara. Í niðurstöðu setts ríkissaksóknara segir að ekki verði sé að sú rannsókn sem Alda Hrönn bar ábyrgð á hafi verið óeðlileg eða í andstöðu við lagafyrirmæli. Þá segir einnig að annmarkar á upphafi rannsóknarinnar, sem Alda Hrönn beri ábyrgð á, þykju ekki slíkir að þeir geti varðað við lögreglulög eða almenn hegningarlög. Þá er einnig tekið fram að rannsókn á hendur Öldu Hrannar hafi ekki hafist fyrr en að tvö ár voru liðin frá því rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu hafi hafist. Segir því í niðurstöðu setts ríkissaksóknara að hafi háttsemi Öldu Hrannar varðað við lög væri brotin fyrnd þar sem meint brot fyrnist á tveimur árum. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella niður hið svokallaða LÖKE-mál gegn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Málið hefur farið fram og til baka í dómskerfinu eftir að Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu árið 2016. Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað hins vegar að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun setts héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Settur héraðssaksóknari felldi málið niður á nýjan leik í október á síðasta ári. Var niðurfellingin kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti nýverið ákvörðun setts héraðssaksóknara. Í niðurstöðu setts ríkissaksóknara segir að ekki verði sé að sú rannsókn sem Alda Hrönn bar ábyrgð á hafi verið óeðlileg eða í andstöðu við lagafyrirmæli. Þá segir einnig að annmarkar á upphafi rannsóknarinnar, sem Alda Hrönn beri ábyrgð á, þykju ekki slíkir að þeir geti varðað við lögreglulög eða almenn hegningarlög. Þá er einnig tekið fram að rannsókn á hendur Öldu Hrannar hafi ekki hafist fyrr en að tvö ár voru liðin frá því rannsókn Öldu Hrannar á LÖKE-málinu hafi hafist. Segir því í niðurstöðu setts ríkissaksóknara að hafi háttsemi Öldu Hrannar varðað við lög væri brotin fyrnd þar sem meint brot fyrnist á tveimur árum.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57 Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður "Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína.“ 4. október 2017 17:57
Kæra á hendur Öldu Hrönn felld niður Ekki eru líkur á sakfellingu að mati Lúðvíks Bergvinssonar, setts héraðssaksóknara í máli aðallögfræðings lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðingu. Verður áfrýjað segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður kæranda. 21. desember 2016 07:00
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05