Körfubolti

Troðslan sem kostaði hann tvær framtennur | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kris Dunn.
Kris Dunn. Vísir/Getty
Kris Dunn, nýliði Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta, fékk slæma byltu í leik liðsins á móti NBA-meisturum Golden State Warriors í nótt.

Kris Dunn gerði þá vel að stela boltanum af Klay Thompson, keyra upp völlinn og troða boltanum í körfuna með miklum tilþrifum.

Hann varð hinsvegar fyrir því óláni að missa takið á körfuhringnum og skella mjög illa í gólfið með andlitið á undan.

Kris Dunn braut tvær framtennur við fallið og hann þurfti einnig að gangast undir rannsókn vegna hugsanlegs heilahristings.

Troðsluna og fallið má sjá hér fyrir neðan.





Kris Dunn skoraði 16 stig á 30 mínútum í leiknum en atvikið gerðist þegar 2:55 mínútur voru eftir af leiknum.

Kris Dunn fær ekki grænt ljós á að spila aftur með Chicago Bulls fyrr en eftir frekari skoðun en næsti leikur liðsins er sem betur fer ekki fyrr en á laugardaginn á móti Atlanta Hawks.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×