NBA: Skvettubræðurnir sjóðheitir með Golden State í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2018 07:15 Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109 NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og jöfnuðu nú félagsmetið yfir flesta útisigra í röð.Skvettubræðurnir Klay Thompson og Stephen Curry voru sjóðheitir í 119-112 sigri Golden State Warriors á Chicago Bulls en þetta var fjórtándi útisigur liðsins í röð. Klay Thompson skoraði 38 stig í leiknum og Stephen Curry var með 30 stig. Þeir hittu saman úr 13 af 24 þriggja stiga skotum sínum. Kevin Durant skoraði 19 stig en var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Golden State hefur verið að leika talsvert án lykilmanna síðustu vikur og Curry missti meðal annars af mörgum leikjum. Að þessu sinni vantaði þá Draymond Green og Andre Iguodala sem eru meiddir. Golden State er þegar búið að jafna félagsmetið og vantar nú aðeins tvo útisigra til viðbótar til þess að jafna NBA-metið sem er í eigu Los Angeles Lakers liðsins frá 1971-72 tímabilinu. Næsti útileikur er hinsvegar á móti Houston Rockets. Nikola Mirotic skoraði 24 stig fyrir Chicago Bulls sem hefur unnið 14 af síðustu 22 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið á því að vinna aðeins 3 af fyrstu 23 leikjum sínum. Robin Lopez og nýliðinn Kris Dunn voru báðir með sextán stig.Carmelo Anthony skoraði 27 stig þegar Oklahoma City Thunder vann Los Angeles Lakers 114-90. Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Lakers tapar þegar liðið er án nýliðans Lonzo Ball. Steven Adams var með 21 stig og 10 fráköst og Russell Westbrook bætti við 19 stigum og 7 stoðsendingum.Kent Bazemore skoraði sigurkörfuna 2,1 sekúndum fyrir leikslok þegar Atlanta Hawks vann upp 19 stiga forystu og vann New Orleans Pelicans á endanum með einu stigi, 94-93. Bazemore var stigahæstur hjá Atlanta með 20 stig en skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 22 stig en DeMarcus Cousins var með 19 stig og 14 fráköst.LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig og Patty Mills smellti niður sjö þriggja stiga körfum þegar San Antonio Spurs vann Brooklyn Nets 100-95. Kawhi Leonard var ekki með Spurs og mikil óvissa er í kringum framhaldið hjá honum. Mills endaði með 25 stig og þá var Pau Gasol með 13 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.Úrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 109-104 Sacramento Kings - Utah Jazz 105-120 Chicago Bulls - Golden State Warriors 112-119 Memphis Grizzlies - New York Knicks 105-99 Milwaukee Bucks - Miami Heat 101-106 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 114-90 Atlanta Hawks - New Orleans Pelicans 94-93 Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 95-100 Toronto Raptors - Detroit Pistons 96-91 Charlotte Hornets - Washington Wizards 133-109
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira