Vilja reisa 110 metra útsýnisvita í einkaframkvæmd á Sæbraut Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2018 10:15 "Til þess að fólk geti öðlast skilning á loftslaginu þurfum við að endurvekja tengslin milli veðurs og loftslags, loftslags og fólks.“ Mynd/Tvíhorf/Gagarín Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar tilboð frá Reitum fasteignafélagi ehf. um að reistur verði gríðarhár útsýnisturn við Sæbraut. Samkvæmt kynningarefni sem fylgir erindinu og unnið er af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín og Tvíhorfi arkitektum á útsýnisturninn að ná 110 metra yfir sjávarmál. Þar með myndi hann ná jafn hátt og hin 75 metra háa Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Turn Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum skapað sókninni hundraða milljóna króna tekjur í aðgangseyri, þær námu 238 milljónum á árinu 2016. Það virðist þannig vera eftir talsverðu að slægjast fjárhagslega.„Útsýnismannvirki eru vel þekkt í borgum víða um heim og draga jafnan til sín fjölda fólks sem eftirsóknarverð upplifun,“ segir í erindi Reita. Borgin og Faxaflóahafnir myndu síðan eignast turninn endurgjaldslaust eftir 25 til 30 ár. Sagt er að tekið yrði hóflegt gjald fyrir að fara upp í turninn sem standa eigi undir kostnaði á meðan mannvirkið sé í eigu Reita. „Að því tímabili loknu gera Reitir ráð fyrir að vitinn gæti orðið góð tekjulind fyrir borgina. Sú hugmynd hefur jafnframt komið upp að hluti af aðgangseyri í vitann myndi renna í sjóð sem ætlað væri að mæta kostnaði við hreinsun strandlengjunnar meðfram Reykjavík.“ Í bréfi Reita er vitnað til þess að þegar liggi fyrir tillaga Faxaflóahafna að innsiglingarvita norðan Höfða á upphækkuðum grjótgarði meðfram Sæbraut. Reitir segjast vilja vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að „útvíkkun á hugtaki“ vitans og færa hann ofar. Búin yrði til ný upplifun þar sem sýning og upplýsingaveita sameinist í útsýnis- og fræðsluvita – Veðurvitanum. „Útsýnisvitinn inniheldur og er í raun sýning um eitt helsta hugðarefni Íslendinga – veðrið.“ Þess má geta að í gær skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, undir viljayfirlýsingu um umfangsmestu uppbyggingu á Kringlusvæðinu frá því Kringlan var opnuð 1987. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar tilboð frá Reitum fasteignafélagi ehf. um að reistur verði gríðarhár útsýnisturn við Sæbraut. Samkvæmt kynningarefni sem fylgir erindinu og unnið er af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín og Tvíhorfi arkitektum á útsýnisturninn að ná 110 metra yfir sjávarmál. Þar með myndi hann ná jafn hátt og hin 75 metra háa Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Turn Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum skapað sókninni hundraða milljóna króna tekjur í aðgangseyri, þær námu 238 milljónum á árinu 2016. Það virðist þannig vera eftir talsverðu að slægjast fjárhagslega.„Útsýnismannvirki eru vel þekkt í borgum víða um heim og draga jafnan til sín fjölda fólks sem eftirsóknarverð upplifun,“ segir í erindi Reita. Borgin og Faxaflóahafnir myndu síðan eignast turninn endurgjaldslaust eftir 25 til 30 ár. Sagt er að tekið yrði hóflegt gjald fyrir að fara upp í turninn sem standa eigi undir kostnaði á meðan mannvirkið sé í eigu Reita. „Að því tímabili loknu gera Reitir ráð fyrir að vitinn gæti orðið góð tekjulind fyrir borgina. Sú hugmynd hefur jafnframt komið upp að hluti af aðgangseyri í vitann myndi renna í sjóð sem ætlað væri að mæta kostnaði við hreinsun strandlengjunnar meðfram Reykjavík.“ Í bréfi Reita er vitnað til þess að þegar liggi fyrir tillaga Faxaflóahafna að innsiglingarvita norðan Höfða á upphækkuðum grjótgarði meðfram Sæbraut. Reitir segjast vilja vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að „útvíkkun á hugtaki“ vitans og færa hann ofar. Búin yrði til ný upplifun þar sem sýning og upplýsingaveita sameinist í útsýnis- og fræðsluvita – Veðurvitanum. „Útsýnisvitinn inniheldur og er í raun sýning um eitt helsta hugðarefni Íslendinga – veðrið.“ Þess má geta að í gær skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, undir viljayfirlýsingu um umfangsmestu uppbyggingu á Kringlusvæðinu frá því Kringlan var opnuð 1987.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira