Merkel vongóð og ber traust til flokks Schulz Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. janúar 2018 06:00 Merkel og Martin Schulz, leiðtogi SPD, vilja vinna saman. Nordicphotos/AFP Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Þörf er á stöðugri ríkisstjórn í Þýskalandi. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og formaður Kristilegra demókrata (CDU), í gær og sagðist jafnframt treysta á að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins (SPD) ákveði á þingi sínu á sunnudag að samþykkja að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við CDU. Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðborginni Berlín en bætti því við að hún treysti Jafnaðarmönnum sjálfum til að taka ábyrga ákvörðun. „Ég mun ekki hafa nein bein afskipti af þessu ferli.“ Ef flokkarnir tveir ná saman um myndun ríkisstjórnar þýðir það lok lengstu stjórnarkreppu Þjóðverja frá því fyrir seinni heimsstyrjöld. Gengið var til kosninga undir lok septembermánaðar og guldu bæði CDU og SPD afhroð. SPD ætlaði að vera utan ríkisstjórnar á kjörtímabilinu vegna afhroðsins. Þau áform virðast hafa fokið út um gluggann þegar upp úr stjórnarmyndunarviðræðum CDU, Græningja og Frjálslyndra demókrata slitnaði. Þá var ekkert annað í stöðunni en að stórbandalagið héldi áfram eða að öfgaþjóðernishyggjuflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) yrði dreginn að borðinu. Nú þegar hafa flokkarnir tveir samþykkt áætlun um stjórnarmyndunarviðræður en samkvæmt Reuters hafa ýmsir flokksmenn SPD gagnrýnt þá áætlun harðlega og segja hana ekki samræmast stefnu flokksins nægilega vel. Flokknum væri því betur borgið í stjórnarandstöðu svo að hann missi ekki enn fleiri þingmenn næst þegar gengið verður til kosninga. Leiðtogar SPD samþykktu á þriðjudag einróma að mæla með því að flokksmenn samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Aðalritarinn Lars Klingbeil sagði við Die Zeit að hann hefði fullan skilning á málstað þeirra sem efuðust um ágæti þess að framlengja líf Stórbandalagsins. „Áður en flokksmenn greiða atkvæði á þinginu ættu þeir að hafa í huga að það er einungis tvennt í stöðunni. Stjórnarmyndunarviðræður eða aðrar kosningar,“ sagði Klingbeil.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira