Fjórum sinnum meiri mengun Jón Kaldal skrifar 18. janúar 2018 07:00 Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Kaldal Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við fylgjum þeirra ströngustu kröfum,“ sagði Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, í útvarpsviðtali í síðustu viku aðspurður um mengun frá laxeldi og var þar að vísa til Noregs. Þetta var merkileg yfirlýsing því nýlega varð landssambandið uppvíst að því að breyta á heimasíðu sinni upplýsingum um þá umtalsverðu mengun sem stafar frá laxeldi í opnum sjókvíum, nema hvað nýju upplýsingarnar eru langt frá því sem miðað er við í Noregi. Á síðu fiskeldisstöðvanna mátti áður lesa þessa fullyrðingu: „Úrgangsefni frá framleiðslu á 1 tonni af lax samsvarar klóakrennsli frá 8 manns.“ Nú er þessi setning horfin og í hennar stað komin fullyrðing um að 1.000 tonna laxeldi skili „árlega í sjó köfnunarefni sem nemur um 4.000 íbúa byggð“. Samkvæmt þessum nýju upplýsingum hafði mengunin sem sagt minnkað um 50 prósent. Eitt tonn í eldi er nú sagt vera á við fjórar manneskjur. Við hvaða tölur skyldi hins vegar vera miðað í Noregi, sem Kristján segir að íslenskar fiskeldisstöðvar vilji fylgja eftir „ströngustu kröfum“? Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun Noregs er mengunin frá hverju tonni í laxeldi ígildi 16 manns, eða 400 prósent meira en Landssamband fiskeldisstöðva heldur fram. Auðvelt er að álykta hverjir eru að segja satt í þessu tilviki. Ætli íbúar við Patreksfjörð og Tálknafjörð geri sér almennt grein fyrir að mengunin frá fyrirhuguðu stórauknu eldi í fjörðum þeirra jafngildi „klóakrennsli“ frá 280.000 manns, þegar miðað er við mælikvarða Umhverfisstofnunar Noregs? Norðmenn eru orðnir meðal helstu eigenda að íslenskum laxeldisfyrirtækjum enda eru engar takmarkanir í lögum á eignarhaldi erlendra aðila í íslensku fiskeldi. Þannig á til dæmis norski laxeldisrisinn SalMar stóran hlut í Arnarlaxi. Fyrirtækið á líka hlut í fjölmörgum öðrum laxeldisfyrirtækjum víða um heim. Þar á meðal helming í skoska eldisfyrirtækinu Scottish Sea Farm sem missti 20.000 laxa úr sjókvíum sínum við eyjuna Mull í fyrravor. Er það talið eitt mesta umhverfisslys í sögu laxeldis í Skotlandi. Er þó þar af ýmsu að taka. Nokkrum mánuðum eftir þetta atvik sluppu 11.000 laxar í öðrum kvíum við Mull og 2016 sluppu 30 þúsund laxar úr kvíum við eyjuna Lewis and Harris. Rétt er að taka fram að Scottish Sea Farm er enginn nýgræðingur í fiskeldi. Fyrirtækið hefur yfir 40 ára reynslu af laxeldi og á heimasíðu þessi segir að það fylgi ströngustu stöðlum í laxeldisiðnaðinum. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem það missti frá sér fisk. Árið 2009 syntu 37.000 laxar úr kvíum þess. Staðreyndin er sú að umhverfi og lífríki stafar mikil ógn af laxeldi í opnu sjókvíum. Þetta er mengandi iðnaður þar sem verða reglulega alvarleg umhverfislys. Saga og reynsla annarra þjóða sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að góð meining og yfirlýsingar um að fylgja „ströngustu kröfum“ við sjókvíaeldi eru einskis virði. Slysin verða samt og afleiðingarnar geta verið óafturkræfar. Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun