Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið sinn síðasta leik á Evrópumótinu í Króatíu en liðið var eitt fjögurra liða sem komust ekki áfram í millriðla.
Íslenska liðið var í frábærri stöðu í leiknum á móti Serbíu í gær enda með fjögurra marka forystu um miðjan seinni hálfleikinn. Serbar unnu hinsvegar síðustu 18 mínúturnar með sjö mörkum og tryggðu sér sigur og um leið sæti í millriðlinum. Sigur Svía seinna um kvöldið sá svo til þess að Ísland er á heimleið.
Það er mjög fróðlegt að skoða markatölu íslenska liðsins í Evrópumótinu en liðið var að byrja alla leikina vel en enda þá illa. Síðustu tuttugu mínúurnar voru hreinlega hörmulegar.
Markatala íslenska liðsins á fyrstu fjörtíu mínútunum í leikjum þremur var +7 en svo var 22 marka sveifla á lokakaflanum. Markatala íslenska liðsins á síðustu tuttugu mínútunum var nefnilega skelfileg eða -15.
Hér munar mestu um leikina við Svía og Serba. Síðustu tuttugu mínúturnar í þessum tveimur leikjum töpuðst með fjórtán mörkum, 5-13 á móti Svíum og 7-13 á móti Serbum.
Það er bæði sóknarleikurinn og varnarleikurinn sem hrynja á lokakaflanum.
Íslenska liðið var að skora 27,5 mörk á hverjar 60 mínútur á 1. til 40.mínútu í mótinu en skoraði aðeins 19 mörk á hverjar 60 mínútur á 41. til 60. mínútu. Hér munar 8,5 mörkum á hverjar 60 mínútur.
Íslenska vörnin fékk á sig 24 mörk á hverjar 60 mínútur á 1. til 40.mínútu í mótinu en á síðustu tuttugu mínútunum var íslenska liðið að fá á sig 34 mörk á hverjar 60 mínútur. Hér munar 10 mörkum á hverjar 60 mínútur.
Markatala íslenska liðsins á EM í Króatíu 2018
Fyrstu 40 mínúturnar: +7 (55-48)
Síðustu 20 mínúturnar: -15 (19-34)
Ísland-Svíþjóð 26-24
Fyrstu 40 mínúturnar: +10 (21-11)
Síðustu 20 mínúturnar: -8 (5-13)
Ísland-Króatía 22-29
Fyrstu 40 mínúturnar: -6 (15-21)
Síðustu 20 mínúturnar: -1 (7-8)
Ísland-Serbía 26-29
Fyrstu 40 mínúturnar: +3 (19-16)
Síðustu 20 mínúturnar: -6 (7-13)
Fyrstu 40 mínúturnar hjá íslenska liðinu á EM 2018:
27,5 mörk skoruð á hverjar 60 mínútur
24 mörk á sig á hverjar 60 mínútur
Síðustu 20 mínúturnar hjá íslenska liðinu á EM 2018:
19 mörk skoruð á hverjar 60 mínútur
34 mörk á sig á hverjar 60 mínútur
Íslenska landsliðið var -15 síðustu tuttugu mínúturnar í leikjum sínum á EM 2018
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn

Fótboltamaður lést í upphitun
Fótbolti





„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti
