Yngsti þingmaður Íslandssögunnar brotnaði í bardaga í Taílandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2018 21:29 Bjarni Halldór Janusson beinbrotnaði í bardaga í Taílandi fyrir jól. Vísir/Ernir/Instagram Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, beinbrotnaði í Muay Thai-bardaga í Taílandi fyrir jól. Þegar Vísir heyrði í Bjarna fyrr í dag var hann staddur upp á slysadeild Landspítalans þar sem hann hafði farið í röntgenmyndatöku sem leiddi í ljós að hann væri handleggsbrotinn.Myndbönd af bardaganum má sjá neðst í greininni. Bjarni rataði í fréttirnar í fyrra þegar hann varð yngsti þingmaður sögunnar þegar hann tók sæti á Alþingi aðeins 21 árs og 141 daga gamall, en hann er fæddur 4. desember á því herrans ári 1995. Hann hafði farið upp á slysadeild fljótlega eftir komuna til landsins eftir áramót, en þá töldu læknar hann vera illa bólginn. Tólf dagar liðu og ekkert skánaði handleggurinn og fór hann því í myndatöku fyrr í dag sem leiddi beinbrotið í ljós. Bjarni, sem stundar nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands, ákvað síðastliðið haust að skella sér til Taílands eftir lokaprófin. Þar hitti hann fyrir vini sína sem eru í reisu um heiminn. „Strax eftir lokaprófið fór ég upp á flugvöll og hafði fartölvuna mína með til að geta unnið í ritgerðinni minni,“ segir Bjarni.Bjarni er sá sem er í bleiku stuttbuxunum á þessari mynd.Instagram/Bjarni Halldór JanussonHeimaland íþróttarinnar Bein þýðing á Muay Thai yfir íslensku er taílenskir sparkhnefaleikar en þessari bardagaaðferð hefur verið lýst sem bardagalist átta útlima vegna þess að í henni eru notaðar hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Bjarni hafði æft Muay Thai þegar hann var yngri en á ferð hans um Taíland fór hann til eyjunnar Phi Phi þar sem hann sótti bardagaklúbb þar sem hann sá fyrir sér að reyna sig í hringnum. „Þetta er heimaland íþróttarinnar og ég vildi prófa þetta þarna,“ segir Bjarni. Þegar hann var kominn í bardagaklúbbinn leið ekki á löngu þar til hann hitti fyrir ungan mann sem sá að Bjarni kunni eitthvað fyrir sér í íþróttinni og bauð honum í hringinn.Fékk þungt spark Um var að ræða þriggja lotu bardaga, en hver lota var þó ekki fimm mínútur líkt og í alvöru Muay Thai-bardaga, þar sem Bjarni hafði yfirhöndina í fyrstu tveimur lotunum. Í annarri lotunni fékk hann þó þungt spark í handlegginn frá mótherja sínum og þurfti því að forðast spörkin frá honum í þriðju lotunni. Fór svo að þeir voru taldir jafnir að stigum þegar þriðju lotunni lauk og jafntefli því niðurstaðan. Bjarni segir Muay Thai vera fínustu líkamsrækt sem grundvallast af virðingu fyrir mótherja sínum. Sú var raunin eftir bardaga hans út í Taílandi þar sem hann og mótherjinn urðu mestu mátar eftir að hafa slegist í hringnum og fengu sér drykk saman að loknum bardaga. „Þetta snýst ekki um einhverja sýndarmennsku eða að fá útrás fyrir ofbeldishneigð. Fyrir mér er þetta góð líkamsrækt, ég er hrifinn af menningunni í kringum íþróttina og þegar í hringinn er kominn snýst þetta um að sýna mótherja sínum virðingu,“ segir Bjarni Halldór.Hér fallast Bjarni og mótherji hans í faðma eftir bardagann en þeir fengu sér drykk saman skömmu síðar.Instagram/Bjarni Halldór JanussonTýndi kreditkortinu Eins og fyrr segir slasaðist Bjarni og var með þó nokkra verki í framhandleggnum en skömmu fyrir bardagann hafði hann týnt kreditkorti sínu í Taílandi. Hann stóð því uppi peningalaus fyrir heimferðina og átti því hvorki fyrir mat né verkjalyfjum. Fram undan var eins og hálfs sólarhrings ferðalag heim til Íslands. Í fluginu frá Taílandi kynntist hann bandarískum ferðamönnum sem gáfu honum verkjalyf til að lina mesta sársaukann. „Þetta var bara hluti af ævintýrinu,“ segir Bjarni.Bjarni setti pólitíkina á hilluna í bili síðastliðið haust til að einbeita sér að náminu.Vísir/ErnirPólitíkin vék fyrir náminu Bjarni var ekki á lista Viðreisnar í kosningum til Alþingis síðastliðið haust en hann segist hafa tekið þá ákvörðun að einbeita sér frekar að náminu og standa sig vel þar. „Ég er ungur að árum og á eftir að læra svolítið. Svo er bara spurning hvað gerist í framtíðinni,“ segir Bjarni að lokum.Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af bardaganum en það er hægt með því að smella á örvararnar í glugganum sem fletta á milli mynda og myndbanda sem Bjarni birti á Instagram. Það var fínt að fá smá útrás og svitna kvöldið fyrir flug. Verra að hægri upphandleggur hafi mögulega brotnað eða tognað í annarri lotu. Mæli ekki með að ferðast milli heimsálfa með þannig áverka.. En jæja, bardaginn fór þó alla vega vel, þrátt fyrir að berjast slasaður í lokin. Er núna á slysa- og bráðamóttöku og vona að þetta sé nú ekki of slæmt. Hér eru myndir í upphafi og myndbönd í lokin fyrir áhugasama A post shared by Bjarni Janusson (@bjarnihalldor) on Jan 6, 2018 at 9:23am PST Tengdar fréttir Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag. 24. apríl 2017 14:49 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, beinbrotnaði í Muay Thai-bardaga í Taílandi fyrir jól. Þegar Vísir heyrði í Bjarna fyrr í dag var hann staddur upp á slysadeild Landspítalans þar sem hann hafði farið í röntgenmyndatöku sem leiddi í ljós að hann væri handleggsbrotinn.Myndbönd af bardaganum má sjá neðst í greininni. Bjarni rataði í fréttirnar í fyrra þegar hann varð yngsti þingmaður sögunnar þegar hann tók sæti á Alþingi aðeins 21 árs og 141 daga gamall, en hann er fæddur 4. desember á því herrans ári 1995. Hann hafði farið upp á slysadeild fljótlega eftir komuna til landsins eftir áramót, en þá töldu læknar hann vera illa bólginn. Tólf dagar liðu og ekkert skánaði handleggurinn og fór hann því í myndatöku fyrr í dag sem leiddi beinbrotið í ljós. Bjarni, sem stundar nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands, ákvað síðastliðið haust að skella sér til Taílands eftir lokaprófin. Þar hitti hann fyrir vini sína sem eru í reisu um heiminn. „Strax eftir lokaprófið fór ég upp á flugvöll og hafði fartölvuna mína með til að geta unnið í ritgerðinni minni,“ segir Bjarni.Bjarni er sá sem er í bleiku stuttbuxunum á þessari mynd.Instagram/Bjarni Halldór JanussonHeimaland íþróttarinnar Bein þýðing á Muay Thai yfir íslensku er taílenskir sparkhnefaleikar en þessari bardagaaðferð hefur verið lýst sem bardagalist átta útlima vegna þess að í henni eru notaðar hendur, sköflungar, olnbogar og hné. Bjarni hafði æft Muay Thai þegar hann var yngri en á ferð hans um Taíland fór hann til eyjunnar Phi Phi þar sem hann sótti bardagaklúbb þar sem hann sá fyrir sér að reyna sig í hringnum. „Þetta er heimaland íþróttarinnar og ég vildi prófa þetta þarna,“ segir Bjarni. Þegar hann var kominn í bardagaklúbbinn leið ekki á löngu þar til hann hitti fyrir ungan mann sem sá að Bjarni kunni eitthvað fyrir sér í íþróttinni og bauð honum í hringinn.Fékk þungt spark Um var að ræða þriggja lotu bardaga, en hver lota var þó ekki fimm mínútur líkt og í alvöru Muay Thai-bardaga, þar sem Bjarni hafði yfirhöndina í fyrstu tveimur lotunum. Í annarri lotunni fékk hann þó þungt spark í handlegginn frá mótherja sínum og þurfti því að forðast spörkin frá honum í þriðju lotunni. Fór svo að þeir voru taldir jafnir að stigum þegar þriðju lotunni lauk og jafntefli því niðurstaðan. Bjarni segir Muay Thai vera fínustu líkamsrækt sem grundvallast af virðingu fyrir mótherja sínum. Sú var raunin eftir bardaga hans út í Taílandi þar sem hann og mótherjinn urðu mestu mátar eftir að hafa slegist í hringnum og fengu sér drykk saman að loknum bardaga. „Þetta snýst ekki um einhverja sýndarmennsku eða að fá útrás fyrir ofbeldishneigð. Fyrir mér er þetta góð líkamsrækt, ég er hrifinn af menningunni í kringum íþróttina og þegar í hringinn er kominn snýst þetta um að sýna mótherja sínum virðingu,“ segir Bjarni Halldór.Hér fallast Bjarni og mótherji hans í faðma eftir bardagann en þeir fengu sér drykk saman skömmu síðar.Instagram/Bjarni Halldór JanussonTýndi kreditkortinu Eins og fyrr segir slasaðist Bjarni og var með þó nokkra verki í framhandleggnum en skömmu fyrir bardagann hafði hann týnt kreditkorti sínu í Taílandi. Hann stóð því uppi peningalaus fyrir heimferðina og átti því hvorki fyrir mat né verkjalyfjum. Fram undan var eins og hálfs sólarhrings ferðalag heim til Íslands. Í fluginu frá Taílandi kynntist hann bandarískum ferðamönnum sem gáfu honum verkjalyf til að lina mesta sársaukann. „Þetta var bara hluti af ævintýrinu,“ segir Bjarni.Bjarni setti pólitíkina á hilluna í bili síðastliðið haust til að einbeita sér að náminu.Vísir/ErnirPólitíkin vék fyrir náminu Bjarni var ekki á lista Viðreisnar í kosningum til Alþingis síðastliðið haust en hann segist hafa tekið þá ákvörðun að einbeita sér frekar að náminu og standa sig vel þar. „Ég er ungur að árum og á eftir að læra svolítið. Svo er bara spurning hvað gerist í framtíðinni,“ segir Bjarni að lokum.Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af bardaganum en það er hægt með því að smella á örvararnar í glugganum sem fletta á milli mynda og myndbanda sem Bjarni birti á Instagram. Það var fínt að fá smá útrás og svitna kvöldið fyrir flug. Verra að hægri upphandleggur hafi mögulega brotnað eða tognað í annarri lotu. Mæli ekki með að ferðast milli heimsálfa með þannig áverka.. En jæja, bardaginn fór þó alla vega vel, þrátt fyrir að berjast slasaður í lokin. Er núna á slysa- og bráðamóttöku og vona að þetta sé nú ekki of slæmt. Hér eru myndir í upphafi og myndbönd í lokin fyrir áhugasama A post shared by Bjarni Janusson (@bjarnihalldor) on Jan 6, 2018 at 9:23am PST
Tengdar fréttir Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag. 24. apríl 2017 14:49 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag. 24. apríl 2017 14:49