Rútur festust þvert á veginum á Mosfellsheiði og Ísafjörður einangraður Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2018 20:38 Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar. Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Vonskuveður skall á Mosfellsheiði og Hellisheiði síðdegis í dag og hefur báðum heiðunum verið lokað. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða um fimmtíu farþega í tveimur rútum sem sátu fastar þvert á Mosfellsheiði. Enn er óvissustig á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en í dag eru tuttugu og þrjú ár frá mannskæðu snjóflóði í Súðavík. Um sjötíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Mosfellsheiði og Heillisheiði eftir að óveður skall þar á um klukkan fjögur í dag. Fjöldi bíla og fólksflutningabifreiða lentu í vanda á Mosfellsheiði og segir Svanur leiðsögumaður hjá Gray Line að aðstæður hafi verið slæmar á heiðinni. „Það var snarvitlaust veður þarna uppfrá. Reyndar kom svolítið á óvart hvað gekk á með miklum hriðjum þarna. Síðan voru þarna tveir bílar sem lentu í árekstri. Það gerði hlutina öllu verri. Við komumst ekki framhjá þeim og það söfnuðust saman bílar bæði fyrir framan og aftan og allt teppt,“ sagði Svanur eftir að rúta hans og farþegar voru komin ofan af heiðinni. Hjálparsveitir hafi staðið sig vel við að losa um umferðahnútinn en ferðamenn í rútunum hafi tekið þessu með ró. „Þetta var náttúrlega svona ævintýri sem þeir hafa aldrei lent í áður. Þau tóku þessu mjög vel og í þeim anda,“ segir Svanur.SnjóflóðahættaáVestfjörðum Vonskuveður hefur verið á Vestfjörðum í dag, sem og á norðvesturlandi og víða á Norðurlandi. Mikil ofankoma hefur verið á Ísafirði. Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar hefur verið lokaður í allan daga vegna snjóflóðahættu. En þegar Súðavíkurvegur er lokaður er þjóðvegurinn milli norðanverðra Vestfjarða og annarra landshluta lokaður. Þá hefur aðeins einu sinni verið flogið vestur frá því á fimmtudag þannig að norðanverðir Vestfirðir eru algerlega einangraðir frá umheiminum. Gísli Halldór Gíslason bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir nauðsynlegt að gera bót á vegasambandinu.En ef það gerðist eitthvað neyðarástand þá er Ísafjörður og Bolungarvík tiltölulega einangraðir frá umheiminum? „Já þá er í raun og veru ekkert nema siglingar sem geta komið til bjargar. Sem er ástandið sem skapaðist í Súðavík árið 1995 í snjóflóðunum. Þá var bara beðið eftir skipum,“ rifjar Gísli Halldór upp. En þennan dag fyrir 23 árum fórust 14 manns í snjóflóðum í Súðavík, fjöldi fólks slasaðist og mikil eyðilegging átti sér stað. Gísli segir vaxandi þrýsting á að grafin verði jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur, og þá helst strax á eftir Dýrafjarðargöngunum. „Það er hávær og vaxandi krafa um að það verði litið til þess tryggja samgöngurnar hérna á milli. Þó svo að fólk búi núna við það öryggi að fá upplýsingar frá lögreglu og Veðurstofu þá er þetta mikið óöryggi. Sérstaklega þegar þetta er síendurtekið,“ segir Gísli Halldór. Lítið snjóflóð féll eftir hádegi í dag á Flateyrarveg þannig að hann lokaðist og þar með leiðin milli Ísafjarðar og Flateyrar.
Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent