EM-dagbókin: Viljum ekki Strand(a) aftur Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 16. janúar 2018 15:00 myndvinnsla/garðar Lokadagur í Split runninn upp. Allt getur gerst og það er mikil spenna hérna í Paladium-höllinni. Starfsfólkið er óvenju brosmilt. Það veit að á eftir verður pakkað saman og verkum þeirra lýkur. Sjálfboðaliðarnir á svona móti skipta hundruðum og án þeirra er ekki hægt að halda svona viðburði. Á meðal sjálfboðaliða er bílstjórinn sem keyrir fjölmiðlarútuna. Oftar en ekki nota hana margir fjölmiðlamenn en hér í Split hefur rútan einungis verið notuð af þremur íslenskum fjölmiðlamönnum.Böddi og Ernir hafa það notalegt í rútunni.vísir/hbgBílstjórinn er bara að skutla mér, Bödda tökumanni og Erni ljósmyndara. Eðlilega þreyttist hann á að mæta upp á hótel á hverjum klukkutíma og því gaf hann okkur bara símanúmerið sitt. Sagði okkur bara að hringja þegar við þurftum skutl. Við hringjum og 10 mínútum seinna er hann mættur með rútuna sem er af stærri gerðinni. Stórkostlegt. Svona á að ferðast. Á svona dögum þegar allt getur gerst þá reikar hugurinn eðlilega til fyrri móta þegar spennan var mikil á lokadegi riðlakeppninnar. Hún var reyndar ekkert svo mikil spennan í Sviss árið 2006. Áttum bara eftir leik gegn Norðmönnum og á þeim árum átti það að vera formsatriði að klára Norðmenn. Því miður hefur það breyst. Þeir eru orðnir óþolandi góðir. Svo öruggir vorum við með sigur að ákveðið var að senda ljósmyndara til móts við mig á mótið. Pjetur félagi minn átti að ná Noregsleiknum og klára svo mótið með mér. Líf og fjör.Strand er hér að elta Ólaf Stefánsson í leiknum fræga árið 2006. Óli var góður í leiknum með 9 mörk en Strand skoraði 19. Rugl.vísir/epaÞað var ekki mikið líf og fjör eftir leik því Íslandi tókst að tapa þeim leik, 33-36, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það ótrúlegasta við leikinn er sú staðreynd að miðlungsmaðurinn Kjetil Strand gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Já, nitján stykki. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi samt verið tekinn úr umferð í leiknum. Allt mjög eðlilegt. Þetta tap þýddi einfaldlega það að Ísland var úr leik og Pjetur greyið þurfti að fara aftur heim degi eftir að hann kom út. Ekki ferð til fjár hjá kallinum þarna. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki svona illa hjá strákunum okkar í dag. Ég nenni ekki að sjá einhvern serbneskan Strand á vellinum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00 Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30 Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00 Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Lokadagur í Split runninn upp. Allt getur gerst og það er mikil spenna hérna í Paladium-höllinni. Starfsfólkið er óvenju brosmilt. Það veit að á eftir verður pakkað saman og verkum þeirra lýkur. Sjálfboðaliðarnir á svona móti skipta hundruðum og án þeirra er ekki hægt að halda svona viðburði. Á meðal sjálfboðaliða er bílstjórinn sem keyrir fjölmiðlarútuna. Oftar en ekki nota hana margir fjölmiðlamenn en hér í Split hefur rútan einungis verið notuð af þremur íslenskum fjölmiðlamönnum.Böddi og Ernir hafa það notalegt í rútunni.vísir/hbgBílstjórinn er bara að skutla mér, Bödda tökumanni og Erni ljósmyndara. Eðlilega þreyttist hann á að mæta upp á hótel á hverjum klukkutíma og því gaf hann okkur bara símanúmerið sitt. Sagði okkur bara að hringja þegar við þurftum skutl. Við hringjum og 10 mínútum seinna er hann mættur með rútuna sem er af stærri gerðinni. Stórkostlegt. Svona á að ferðast. Á svona dögum þegar allt getur gerst þá reikar hugurinn eðlilega til fyrri móta þegar spennan var mikil á lokadegi riðlakeppninnar. Hún var reyndar ekkert svo mikil spennan í Sviss árið 2006. Áttum bara eftir leik gegn Norðmönnum og á þeim árum átti það að vera formsatriði að klára Norðmenn. Því miður hefur það breyst. Þeir eru orðnir óþolandi góðir. Svo öruggir vorum við með sigur að ákveðið var að senda ljósmyndara til móts við mig á mótið. Pjetur félagi minn átti að ná Noregsleiknum og klára svo mótið með mér. Líf og fjör.Strand er hér að elta Ólaf Stefánsson í leiknum fræga árið 2006. Óli var góður í leiknum með 9 mörk en Strand skoraði 19. Rugl.vísir/epaÞað var ekki mikið líf og fjör eftir leik því Íslandi tókst að tapa þeim leik, 33-36, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Það ótrúlegasta við leikinn er sú staðreynd að miðlungsmaðurinn Kjetil Strand gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk fyrir Norðmenn í leiknum. Já, nitján stykki. Mig rekur ekki minni til þess að hann hafi samt verið tekinn úr umferð í leiknum. Allt mjög eðlilegt. Þetta tap þýddi einfaldlega það að Ísland var úr leik og Pjetur greyið þurfti að fara aftur heim degi eftir að hann kom út. Ekki ferð til fjár hjá kallinum þarna. Ég ætla rétt að vona að það fari ekki svona illa hjá strákunum okkar í dag. Ég nenni ekki að sjá einhvern serbneskan Strand á vellinum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00 Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30 Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00 Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00 Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Íslensku strákarnir næstverstir á EM að spila manni fleiri Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki nýtt vel sóknirnar sínar þegar liðið er í yfirtölu á EM í Króatíu. Svo illa hefur gengið manni fleiri að aðeins eitt lið er með verri sóknarnýtingu á Evrópumótinu. 16. janúar 2018 14:00
Guðjón Valur: Verðum að vera allt að því grófir Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var rólegur og yfirvegaður á hóteli íslenska landsliðsins í gær. Ekkert stress. Allt aðstæður sem hann þekkir vel í aðdraganda úrslitaleiks fyrir Ísland á stórmóti. 16. janúar 2018 13:30
Hvað getur gerst hjá strákunum okkar í kvöld? Það eru margir möguleikar í stöðunni fyrir okkar menn í kvöld - allt frá því að fara áfram í milliriðla með tvö stig í að falla úr leik. 16. janúar 2018 11:00
Aron: Ég vissi ekki að það væru til átta varnir í handbolta "Þetta gerist ekki betra. Okkur grunaði fyrir mót að þetta yrði lykilleikur og er enn stærri núna þar sem við unnum Svíana,“ segir Aron Pálmarsson en hann er bara að hugsa um sigur þó svo margir möguleikar séu í stöðunni. 16. janúar 2018 12:00
Geir: Við þurfum ekki að treysta á aðra "Staðan hefur ekkert breyst. Við vissum alltaf að leikurinn gegn Serbum yrði leikur sem við yrðum að vinna,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en hann hefur undirbúið sitt lið vel fyrir átök kvöldsins. 16. janúar 2018 12:30