NBA: Golden State vann LeBron og félaga aftur og núna í Cleveland | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 07:30 Kevin Durant treður yfir LeBron James í nótt. Vísir/Getty Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118 NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Sigurganga NBA-meistara Golden State hélt áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Warriors liðið heimsótti erkifjendur sína í Cleveland Cavaliers í uppgjöri liðanna sem hafa mæst í lokaúrslitunum undanfarin þrjú ár. Golden State Warriors vann leikinn með tíu stigunm, 118-108, en þetta var þrettándi útisigur liðsins í röð og um leið endaði liðið þrettán leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Golden State liðið hefur nú ekki tapað útileik síðan 22. nóvember og er aðeins þriðja liðið í sögu NBA sem nær að vinna 20 af fyrstu 23 útileikjum sínum á tímabili en hin eru lið Los Angeles Lakers frá 1971-72 og lið Boston Celtics frá 1964-65. Þetta var líka annar sigur Golden State á Cleveland á stuttum tíma en Golden State vann einnig leik liðanna á Jóladag. Frá og með því tapi hefur Cavaliers liðið tapað átta af síðustu tíu leikjum sínum og nokkrum þeirra stórt. Golden State var aðeins 93-91 yfir í upphafi fjórða leikhluta en þá lokaðist hreinlega karfan fyrir leikmenn Cleveland sem klikkuðu á sautján af næstu nítján skotum sem gaf gestunum tækifæri til að gera út um leikinn á sama tíma. Kevin Durant skoraði 32 stig og 8 stoðsendingar fyrir Golden State og Stephen Curry var með 23 stig og 8 stoðsendingar. Draymond Green vantaði bara eina stoðsendingu til að ná þrennunni en hann endaði með 11 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar. LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Isiah Thomas skoraði 19 stig úr 21 skoti og Kevin Love var með 17 stig og 7 fráköst.Lou Williams skoraði 31 stig og Blake Griffin bætti við 29 stigum áður en hann var rekinn út úr húsi í 113-102 sigri Los Angeles Clippers á Houston Rockets. Chris Paul snéri þarna aftur á heimavöll síns gamla liðs og var með 19 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Þetta var þrettándi leikurinn í röð sem Lou Williams skorar 20 stig eða meira.Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 20 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 104-95 útisigur á Washington Wizards.Russell Westbrook var með 19 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar í 95-88 sigri Oklahoma City Thunder á Sacramento Kings en Westbrook var einnig rekinn út úr húsi.Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 11 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 117-111 sigur á Toronto Raptors. Fimmti sigur 76ers í síðustu sex leikjum.Justin Holiday skoraði 25 stig þegar Chicago Bulls endaði sjö leikja sigurgöngu Miami Heat en Zach LaVine var með 18 stig fyrir Chicago í sínum öðrum leik á leiktíðinni. LaVine sleit krossband í fyrra en er að koma sterkur til baka.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Houston Rockets 113-102 Utah Jazz - Indiana Pacers 94-109 Cleveland Cavaliers - Golden State Warriors 108-118 Oklahoma City Thunder - Sacramento Kings 95-88 Memphis Grizzlies - Los Angeles Lakers 123-114 Chicago Bulls - Miami Heat 119-111 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 102-99 Brooklyn Nets - New York Knicks 104-119 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 95-104 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 117-111 Detroit Pistons - Charlotte Hornets 107-118
NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum