Læknar eiga erfitt með að leita sér lækninga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2018 20:30 Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Það er fremur óvenjulegt fyrir lækna að ræða sína eigin heilsu á Læknadögum, sem haldnir eru árlega, því þar er heilsa annarra yfirleitt til umfjöllunar. „Læknar eru upp til hópa mjög heilsuhraust fólk,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir. „Þeir hafa áhuga á heilsu og vita mikið um heilsuna. En þeir geta veikst eins og aðrir - og streitan var til umræðu í morgun því við erum undir mjög miklu álagi og því geta fylgt sjúkdómar.“ Vaktavinna, mikil yfirvinna, mikil ábyrgð, hraði og flókið skipulag er meðal álagsþátta í starfi lækna. „Læknar eru mjög hátt á blaði hvað varðar streitu. Eins og annað framsækið, vel gefið fólk, sem hlífir sér ekki. Þar sem er löngun til að gera vel og mikið um samskipti í starfinu.“ En eins og Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á Landspítalanum bendir á þá skera læknar sig úr hvað varðar það að leita sér lækninga. „Við eigum ekkert erfiðara með að veikjast, við gerum það með sama hraða og aðrir og af sömu tíðni, en við eigum oft erfiðara með að fara með það til kollega og reynum því sjálfir að lækna okkur.“ En þróunin er þó í rétta átt og virðast læknar farnir að huga betur að eigin heilsu. Ólafur segir lækninn kominn af stallinum. „Læknar eru orðnir mannlegri og þjoðin upplýst. Nú gengur læknum betur að upplýsa ef álagið er of mikið og leitar sér frekar hjálpar," segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira