Enski boltinn

Cyrille Regis er látinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Laurie Cunningham og Cyrille Regis
Laurie Cunningham og Cyrille Regis vísir/getty
Cyrille Regis, fyrrum framherji West Bromwich Albion og enska landsliðsins, er látinn, 59 ára að aldri.

Regis var meðal frumkvöðla svartra fótboltamanna og spilaði í frægri framlínu West Brom með Laurie Cunningham og Brendon Batson sem þurfti að líða mikið níð frá stuðningsmönnum vegna kynþáttar síns.

Hann skoraði 112 mörk í 297 leikjum fyrir Albion á árunum 1977-1984. Þá flutti hans sig yfir til Coventry City þar sem hann skoraði 62 mörk í 274 leikjum og var lykilmaður í liðinu sem vann ensku bikarkeppnina árið 1987. Regis lét takkaskóna á hilluna árið 1996.

Eftir að leikmannaferlinum lauk fór Regis út í þjálfun og gerðist svo síðar umboðsmaður knattspyrnumanna.

Fótboltamenn sem og aðrir stuðningsmenn og aðdáendur Regis hafa tekið til samfélagsmiðla til að minnast hans.



 









 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×