Trump rýfur þögnina um eldflaugaviðvörunina á Havaí Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 08:55 Ekki benda á mig gæti Trump verið að segja þegar hann svaraði spurningum fréttamanna í gær. Vísir/AFP Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Eftir að hafa þagað þunnu hljóði um eldflaugaviðvörun sem send var út fyrir mistök og olli skelfingu á Havaí um helgina í meira en sólahring tjáði Donald Trump Bandaríkjaforseti um uppákomuna í gær. Sagði hann málið á könnu Havaíríkis en lofaði yfirvöld þar fyrir að taka ábyrgðina. Mannleg mistök urðu til þess að neyðarviðvörun var gefin út vegna yfirvofandi eldflaugarárásar á Havaí á laugardagsmorgun. Viðvörunin olli skelfingu hjá íbúum eyjanna sem töldu að kjarnorkuárás væri yfirvofandi. Mistökin voru ekki leiðrétt fyrr en um klukkustund síðar. Trump tjáði sig ekkert um uppákomuna á laugardag en var á golfvellinum þegar hún átti sér stað. Síðar um daginn hélt hann hins vegar áfram að tísta um höfund bókarinnar „Eldur og brennisteinn“ sem farið hefur fyrir brjóstið á forsetanum og gagnrýni á fjölmiðla. Hvíta húsið gaf aftur á móti út yfirlýsingu þar sem það skellti skuldinni alfarið á yfirvöld Havaíríkis.Svona litu skilaboðin sem íbúar Havaí fengu send á laugardagsmorgun út.Vísir/AFPSegir ábyrgðina algerlega hjá ríkinuÞað var ekki fyrr en í gær sem Trump lét hafa nokkuð eftir sér um atvikið sem hefur vakið efasemdir um hversu vel Bandaríkin séu undirbúin fyrir kjarnorkuárás. Lagði hann mesta áherslu á að það sem gerðist hefði verið á ábyrgð yfirvalda á Havaí. „Þetta var ríkisdæmi en við ætlum að láta til okkar taka hjá þeim. Ég elska að þau tóku ábyrgðina, þau tóku algerlega ábyrgðina en við ætlum að taka þátt,“ sagði Trump við fréttamenn í gær að sögn CNN. Trump hefur undanfarið magnað upp spennu í samskiptum Bandaríkjanna við Norður-Kóreu í tengslum við kjarnorku- og eldflaugatilraunir stjórnvalda þar. Hefur hann ítrekað ögrað Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, uppnefnt hann og hótað. Forsetinn var spurður að því hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að mistök eins og þau sem áttu sér stað á Havaí endurtækju sig. „Ég vona að þau endurtaki sig ekki en hluti af þessu er að fólk er á nálum og kannski á endanum getum við leyst vandamálið og það þarf ekki að vera svona á nálum,“ svaraði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36 Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Gerðu mistök og sendu út eldflaugaviðvörun Íbúar Hawaii voru dauðskelkaðir þegar þeir fengu eldflaugaviðvörun frá öryggisyfirvöldum. Skilaboðin reyndust röng. 13. janúar 2018 20:36
Ýtti á vitlausan takka og olli skelfingu á Hawaii Eldflaugaviðvörunin sem send var út til íbúa Hawaii í gær og olli skelfingu um tíma má rekja til þess að starfsmaður ýtti á vitlausan takka. 14. janúar 2018 09:00