Ryan Giggs tilkynntur sem nýr þjálfari velska landsliðsins í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 08:00 Ryan Giggs. Vísir/Getty Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag. Ryan Giggs mun taka við starfinu af Chris Coleman sem hætti með liðið í nóvember og tók þess í stað við liði Sunderland. Giggs mun skrifa undir fjögurra ára samning samkvæmt heimildum BBC. Wales sló í gegn á EM í Frakklandi eins og íslenska landsliðið en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni HM og verður því ekki meðal liðanna 32 sem keppa í úrslitakepopni HM í Rússlandi í sumar. Ryan Giggs hefur verið lengi í umræðunni um næst stjóra velska landsliðsins og þessar fréttir koma því ekki mikið á óvart. Velska sambandið ræddi einnig við þá Craig Bellamy, Osian Roberts og Mark Bowen en ákvað síðan að ráða sigursælasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Ryan Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales frá 1991 til 2007 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann fékk hinsvegar á sig gagnrýni fyrir að draga sig oft út úr hópnum og missa af mörgum vináttulandsleikjum. Ryan Giggs tók tímabundið við liði Manchester United í fjórum síðustu leikjum liðsins 2013-14 tímabilið eftir að David Moyes var rekinn. Hann var síðan aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf Old Trafford eftir að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Ryan Giggs lék allan sinn feril með Manchester United frá 1990 til 2014 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann varð þrettán sinnum ensku meistari með United sem er met. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag. Ryan Giggs mun taka við starfinu af Chris Coleman sem hætti með liðið í nóvember og tók þess í stað við liði Sunderland. Giggs mun skrifa undir fjögurra ára samning samkvæmt heimildum BBC. Wales sló í gegn á EM í Frakklandi eins og íslenska landsliðið en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni HM og verður því ekki meðal liðanna 32 sem keppa í úrslitakepopni HM í Rússlandi í sumar. Ryan Giggs hefur verið lengi í umræðunni um næst stjóra velska landsliðsins og þessar fréttir koma því ekki mikið á óvart. Velska sambandið ræddi einnig við þá Craig Bellamy, Osian Roberts og Mark Bowen en ákvað síðan að ráða sigursælasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Ryan Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales frá 1991 til 2007 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann fékk hinsvegar á sig gagnrýni fyrir að draga sig oft út úr hópnum og missa af mörgum vináttulandsleikjum. Ryan Giggs tók tímabundið við liði Manchester United í fjórum síðustu leikjum liðsins 2013-14 tímabilið eftir að David Moyes var rekinn. Hann var síðan aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf Old Trafford eftir að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Ryan Giggs lék allan sinn feril með Manchester United frá 1990 til 2014 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann varð þrettán sinnum ensku meistari með United sem er met.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti