Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Keflavíkurkonur hlupu sigurhring eftir að hafa unnið Njarðvík í úrslitaleik Maltbikars kvenna. vísir/hanna Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira