Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Starfsfólk Domus Medica framkvæmir ófrjósemisaðgerðir. Fyrsta skrefið í ferlinu er að fara í viðtal hjá þvagfæraskurðlækni. vísir/gva Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30