HSÍ stóð fyrir léttum töflufundi á hittingnum hjá íslenska hópnum í dag. Þar náðu Íslendingarnir að þjappa hópnum saman og vökva söngfærin fyrir kvöldið.
Var vel mætt og gerður góður rómur að stemningunni. Þetta góða fólk ætlar svo að reyna að öskra í kapp við um ellefu þúsund Króata á eftir.
Ernir Eyjólfsson skellti sér í teitið og tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.





