

Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir.
Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson var enn brosandi daginn eftir sigurinn á Svíum. Sérstaklega sætt fyrir hann þar sem hann spilar í Svíþjóð.
"Er ég ekki hress og skemmtilegur? Er það ekki oft sagt?“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson á hóteli landsliðsins í gær. Í spariskapinu eins og svo oft áður.
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum í fyrsta leik EM fyrir framan foreldra sína sem eru mætt í fyrsta sinn til þess að horfa á hann á stórmóti.
Janus Daða Smárason átti mjög sterka innkomu í íslenska liðið á lokamínútunum gegn Svíum þegar spennustigið var í hámarki. Verður gaman að fylgjast með honum gegn Króötum í kvöld.