Körfubolti

Warriors héldu út endurkomu Raptors

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty
Stephen Curry snéri aftur á parketið eftir meiðsli í liði Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Curry skoraði 24 stig á móti Toronto Raptors í 12. útisigri Warriors í röð og var með 9 stoðsendingar. Meistararnir í Golden State áttu frábæran fyrri hálfleik þar sem þeir hittu úr 71 prósent af skotum sínum og skoruðu 81 stig.

Staðan í hálfleik var 81-54 fyrir Warriors en heimamenn í Raptors náðu að koma til baka og gera leikinn spennandi, en lokatölur urðu 125-127 fyrir Warriors. Maðurinn á bak við endurkomu Raptors var DeMar DeRozan sem skoraði 42 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.



Tímabilið hjá Los Angeles Lakers leit ekki allt of vel út þegar liðið var búið að tapa níu leikjum í röð og sat á botni Vesturdeildarinnar, en þeir eru að snúa gengi sínu við og náðu í nótt fjórða sigrinum í röð.

Lakers sóttu Dallas Mavericks heim og voru komnir tíu stigum undir þegar liðið var á fjórða leikhluta. Þeir náðu þó að koma til baka og jafna leikinn og þurfti að grípa til framlengingar til þess að fá úrslit í leiknum, þar stigu Lakers fram úr og unnu 101-107.



Úrslit næturinnar:

Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 101-107

LA Clippers - Sacramento Kings 126-105

Charlotte Hornets - Oklahoma City Thunder 91-101

Washington Wizards - Brooklyn Nets 119-113

Toronto Raptors - Golden State Warriors 125-127

Chicago Bulls - Detroit Pistons 107-105

San Antonio Spurs - Denver Nuggets 112-80

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×