Wahlberg gefur launin umdeildu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2018 08:21 Mark Wahlberg og Michelle Williams saman á frumsýningu myndarinnar. vísir/getty Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018 Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Bandaríski leikarinn Mark Wahlberg hefur ákveðið að gefa baráttuhreyfingunni Time's Up þau laun sem hann þáði fyrir þau atriði sem þurfti að taka upp aftur fyrir myndina All the Money in the World. Vakti það mikla athygli í vikunni þegar greint var frá því að Michelle Williams, mótleikkona Wahlberg í myndinni, hafi aðeins þegið þúsund dollara fyrir atriðin sem þurfti að taka upp aftur, á sama tíma og Wahlberg þáði 1,5 milljónir dollara. Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur. Að því er fram kemur á Vox á Williams að hafa verið svo ánægð með þessa ákvörðun að hún hafi lýst sig reiðubúna til þess að taka upp atriðin aftur án endurgjalds en þó þegið þúsund dollara eða lágmarkstaxta. Var launamunurinn fordæmdur af ýmsum Hollywood-stjörnum. Hefur Wahlberg því ákveðið að gefa Time's Up hreyfingunni launin fyrir atriðin og framlagið eyrnarmerkt lögfræðikostnaði sem fellur til vegna baráttu hreyfingarinnar. Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum. pic.twitter.com/jvGDGVZqPQ— Mark Wahlberg (@mark_wahlberg) January 13, 2018
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Kevin Spacey Hollywood Tengdar fréttir Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30 Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Laun Mark Wahlberg 1,5 milljónir dollara en laun Michelle Williams þúsund dollarar USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins. 10. janúar 2018 11:30