Donald Trump við hestaheilsu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2018 22:58 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ronny Jackson, læknir forsetans, sjást hér takast í hendur eftir læknisskoðunina á föstudag. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er við hestaheilsu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lækni forsetans. Trump gekkst undir fyrstu læknisskoðun sína í embætti á föstudag. BBC greinir frá. Ronny Jackson, læknir Bandaríkjaforseta, segir læknisskoðunina hafa gengið „með afbrigðum vel“. Skoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. Jackson hyggst veita frekari upplýsingar um niðurstöður skoðunarinnar á þriðjudag. Umræða um heilsu Donalds Trump, og þá sérstaklega geðheilsu hans, fékk byr undir báða vængi með útgáfu bókarinnar Fire and Fury í byrjun mánaðar. Í bókinni er Trump lýst sem óhæfum og geðstirðum manni, og fann forsetinn sig knúinn til að tjá sig sérstaklega um allar vangaveltur þess efnis. „Mínir tveir helstu kostir hafa verið andlegt jafnvægi og að vera, sko, virkilega gáfaður,“ ritaði forsetinn á Twitter-reikningi sínum þann 6. janúar síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í aðdraganda læknisskoðunarinnar sagði þó að einblínt yrði á líkamlega heilsu forsetans. Árið 2015, þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst, var heilsa Trumps einnig í eldlínunni. Þá lýsti Harold Bornstein, þáverandi læknir Donalds Trump, því yfir að skjólstæðingur sinn yrði „heilbrigðasti einstaklingur til að gegna embætti forseta frá upphafi.“ Í frétt BBC segir að sérfræðingar furði sig á því hvernig Trump, sem þekktur er fyrir að gæða sér á óhollum skyndibita og stunda litla hreyfingu, haldi sér við svo góða heilsu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27 Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna trompast yfir bók um hann Sarah Sanders upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir bókina fulla af lygum. 5. janúar 2018 19:27
Trump gefur lítið fyrir bókina Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bók Michael Wolff hefur fengið síðastliðinn sólarhring. 5. janúar 2018 06:44
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52