„Við tökum allavega fyrri leikinn. Ég er Patriots-maður og veit ekki hvort ég vaki í nótt,“ sagði Ásgeir Örn sposkur en hann er alveg líklegur til þess að kíkja aðeins á sína menn í nótt.
NFL-áhugamennirnir í hópnum hafa undanfarin ár spilað NFL Fantasy en Ásgeir ákvað að hætta því núna.
„Þetta var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL. Ég slaufaði fantasy og hafði gaman af NFL í staðinn. Fór að horfa meira bara á Patriots-leikina í stað þess að horfa á redzone.“
Ásgeir spáði aðeins í úrslit helgarinnar en mundi ekki eftir einum leik og það gerði blaðamaður, sem á að heita NFL-sérfræðingur, ekki heldur. Það var samt að sjálfsögðu leikur Pittsburgh og Jacksonville.
Allir leikirnir um helgina verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.