Skýrsla Henrys: Tóku Svíana í vörina Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 12. janúar 2018 21:30 Strákarnir fögnuðu vel og innilega og áttu það svo skilið vísir/ernir Svo frábær var leikur strákanna okkar í 40 mínútur að liðið gat leyft sér að eiga tvo slæma kafla gegn sterku liði Svía og vinna samt. Það er magnað. Íslenska liðið tók þjóðina í enn eina rússibanareiðina í kvöld. Strákarnir mættu frábærlega stemmdir í leikinn. Spennustigið gott, leikáætlunin góð og leikmenn trúðu á það sem þeir voru að gera. Þeir komust í 4-0 og svo 8-2 eftir tíu mínútur. Fáranlega góð byrjun á leiknum og það var vart að maður trúði því sem var að gerast. Innst inni beið maður alltaf eftir því að Svíarnir kæmu til baka en sem betur fer gerðist það ekki fyrr en allt of seint.Gústavsson hinn íslenski Í allt of mörg ár hefur íslenska þjóðin mátt sætta sig við að horfa upp á markverði Svía verja allt íslenskt sem kom á markið (algjörlega óþolandi) en það snérist við í gær. Hinn íslenski Gústavsson fór gjörsamlega hamförum í marki Íslands. Varði 11 skot í fyrri hálfleik og var með 58 prósent markvörslu!!! Það er auðvitað galið. Þarna vorum við að fella Svíana á eigin bragði. Mikið sem það var unaðslegt. Aron Pálmarsson spilaði eins og leiðtoginn sem hann á að vera í þessu liði. Sjálfstraustið hjá skyttunum Ólafi og Rúnari var í botni og þeir skutu Svíana í kaf. Aron þurfti varla að skjóta á markið. Hann stýrði sókninni eins og herforingi og bar kræsingar í félaga sína út í eitt. Unun á að horfa. Strákarnir náðu mest níu marka forskoti, 14-5, í fyrri hálfleik. Síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks voru aftur á móti lélegar. Svíar voru sem betur fer litlu betri og munurinn sjö mörk í hálfleik, 15-8.Þvílík frammistaða hjá Bjögga í kvöld. Hneigðu þig, drengur.vísir/ernirSlæmi kaflinn búinn? Þá hugsaði ég. Jæja, hinn frægi slæmi kafli búinn en Ísland samt með sjö marka forskot. Það gat svo sannarlega verið verra. Lítið vissi ég að von var á öðrum slíkum í síðari hálfleik. Svíar skoruðu tvö mörk á fyrstu 45 sekúndum síðari hálfleiks. Úpps. Á að kasta þessu strax frá sér? Nei, sögðu strákarnir. Stigu á bensínið og hófu að keyra Svíana aftur á kaf. Næstu níu mínútur vann íslenska liðið 6-1 og náði tíu marka forskoti, 21-11. Svo aftur í 22-12 er 18 mínútur voru eftir. Þá bankaði ógæfan á hurðina og það með stæl. Í stað þess að rassskella Svíana fast þá datt íslenska liðið í þá gröf að byrja að halda. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Þeir réttu Svíunum haldreipi sem þeir gripu með stæl.Appelgren breyttist í Olsson Ekki hjálpaði til að Mikael Appelgren byrjaði að verja eins og sjálfur Mats Olsson sem var einmitt á bekknum hjá Svíum. Hann varði allt og þá meina ég allt. Það fór svo í taugarnar á mér að mig langaði að hlaupa inn á völlinn og klippa af honum taglið. Svíarnir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í 22-18. Það var eins gámi væri lyft af íslensku þjóðinni er fyrirliðinn Guðjón Valur skoraði loksins fyrir Ísland er átta mínútur lifðu leiks. Þá hafði íslenska liðið ekki skorað í tíu mínútur. Svíarnir gáfu allt í þetta á lokakaflanum en strákarnir okkar náðu að standa nógu fast í fæturna og klára dæmið. Svíar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og niðurstaðan á endanum tveggja marka sigur, 26-24. Of lítill sigur miðað við stöðuna sem liðið var komið í en frábær sigur engu að síður. Það má hrósa mörgum í íslenska liðinu í þessum leik. Fyrst má byrja á því að hrósa íslenska þjálfarateyminu fyrir frábæran undirbúning. Það var ekkert sem benti til þess að íslenska liðið myndi spila svona fyrir nokkrum dögum síðan. En það small allt í 40 mínútur í kvöld og má því segja að liðið eigi inni þrátt fyrir sigurinn.Janus Daði er ískaldur gæi. Kom kaldur inn og steig upp á ögurstundu. Alvöru maður.vísir/ernirLeiðtoginn Aron Aron Pálmarsson skoraði ekki mikið en leikstýrði liðinu frábærlega. Skoraði aðeins þrjú mörk en lagði upp átta. Hann er loksins að verða að þeim leiðtoga sem hann á að vera í þessu liði. Við hlið hans fóru Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason á kostum. Sjálfstraustið í botni og allt í netinu framan af. Óli var líka geggjaður í vörninni. Mjög lofandi frammistaða og Rúnar mun sterkari en maður bjóst við miðað við litla spilamennsku í vetur. Björgvin Páll náði ekki að halda almennilega dampi í síðari hálfleik en frammistaðan geggjaða í fyrri hálfleik lagði að stórum hluta grunninn að þessum sigri. Hornamennirnir Guðjón Valur og Arnór Þór nýttu sín skot frábærlega. Fyrirliðinn sömuleiðis jákvæður á vellinum og öskraði strákana áfram. Braut svo ísinn þykka í seinni slæma kaflanum. Geir hefur sagt að allir leikmenn hafi sín hlutverk og að hann treysti öllum. Það sást svo sannarlega á lokakaflanum er hann var kominn með Janus Daða og Ómar Inga saman í sókninni en þeir höfðu lítið spilað.Risainnkoma Janusar Janus Daði þakkaði traustið með frábæru marki og fiskaði vítakast. Allt á ögurstundu. Frábær innkoma og ansi þung lóð á vogarskálarnar frægu er á þurfti að halda. Þvílíkur karakter í gaurnum. Það var auðvitað svekkjandi að liðið skildi ekki halda betur haus í þessum leik og það á ekki að kasta svona stórri forystu frá sér. Sem betur fer sprakk það ekki í andlitið á þeim. Einnig var liðið ömurlegt manni fleiri. Það er því sitt hvað sem þarf að skoða. Það sem öllu máli skiptir samt er að liðið vann geggjaðan sigur á Svíum. Það er bara skemmtilegra að vinna Svía en flest önnur lið. Mikið sem þessi leikur gladdi mig. Nú fá strákarnir sterka vítamínssprautu með þessum sigri og geta með álíka frammistöðu og í 40 mínútur í kvöld gert usla á þessu móti. Síðasta mót var nýtt upphaf og þessi leikur er svo gríðarlega jákvætt skref í framhaldinu af því. Þannig átti það að vera. Ekkert er þó enn unnið í þessu og það verður spennandi að fylgjast með strákunum okkar í næstu leikjum. Þeir eru komnir í þá stöðu að geta gert þetta mót virkilega skemmtilegt og áhugavert. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40 Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20 Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Aron Pálmarsson var besti maður íslenska liðsins í sigurinn á Svíum í einkunnagjöf HB Statz. 12. janúar 2018 20:00 HB Statz: Svona var tölfræðin í sigri Íslands Tölfræðiveitan HB Statz hefur greint leik Íslands og Svíþjóðar og má sjá niðurstöðuna hér á Vísi. 12. janúar 2018 20:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Svo frábær var leikur strákanna okkar í 40 mínútur að liðið gat leyft sér að eiga tvo slæma kafla gegn sterku liði Svía og vinna samt. Það er magnað. Íslenska liðið tók þjóðina í enn eina rússibanareiðina í kvöld. Strákarnir mættu frábærlega stemmdir í leikinn. Spennustigið gott, leikáætlunin góð og leikmenn trúðu á það sem þeir voru að gera. Þeir komust í 4-0 og svo 8-2 eftir tíu mínútur. Fáranlega góð byrjun á leiknum og það var vart að maður trúði því sem var að gerast. Innst inni beið maður alltaf eftir því að Svíarnir kæmu til baka en sem betur fer gerðist það ekki fyrr en allt of seint.Gústavsson hinn íslenski Í allt of mörg ár hefur íslenska þjóðin mátt sætta sig við að horfa upp á markverði Svía verja allt íslenskt sem kom á markið (algjörlega óþolandi) en það snérist við í gær. Hinn íslenski Gústavsson fór gjörsamlega hamförum í marki Íslands. Varði 11 skot í fyrri hálfleik og var með 58 prósent markvörslu!!! Það er auðvitað galið. Þarna vorum við að fella Svíana á eigin bragði. Mikið sem það var unaðslegt. Aron Pálmarsson spilaði eins og leiðtoginn sem hann á að vera í þessu liði. Sjálfstraustið hjá skyttunum Ólafi og Rúnari var í botni og þeir skutu Svíana í kaf. Aron þurfti varla að skjóta á markið. Hann stýrði sókninni eins og herforingi og bar kræsingar í félaga sína út í eitt. Unun á að horfa. Strákarnir náðu mest níu marka forskoti, 14-5, í fyrri hálfleik. Síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks voru aftur á móti lélegar. Svíar voru sem betur fer litlu betri og munurinn sjö mörk í hálfleik, 15-8.Þvílík frammistaða hjá Bjögga í kvöld. Hneigðu þig, drengur.vísir/ernirSlæmi kaflinn búinn? Þá hugsaði ég. Jæja, hinn frægi slæmi kafli búinn en Ísland samt með sjö marka forskot. Það gat svo sannarlega verið verra. Lítið vissi ég að von var á öðrum slíkum í síðari hálfleik. Svíar skoruðu tvö mörk á fyrstu 45 sekúndum síðari hálfleiks. Úpps. Á að kasta þessu strax frá sér? Nei, sögðu strákarnir. Stigu á bensínið og hófu að keyra Svíana aftur á kaf. Næstu níu mínútur vann íslenska liðið 6-1 og náði tíu marka forskoti, 21-11. Svo aftur í 22-12 er 18 mínútur voru eftir. Þá bankaði ógæfan á hurðina og það með stæl. Í stað þess að rassskella Svíana fast þá datt íslenska liðið í þá gröf að byrja að halda. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Þeir réttu Svíunum haldreipi sem þeir gripu með stæl.Appelgren breyttist í Olsson Ekki hjálpaði til að Mikael Appelgren byrjaði að verja eins og sjálfur Mats Olsson sem var einmitt á bekknum hjá Svíum. Hann varði allt og þá meina ég allt. Það fór svo í taugarnar á mér að mig langaði að hlaupa inn á völlinn og klippa af honum taglið. Svíarnir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í 22-18. Það var eins gámi væri lyft af íslensku þjóðinni er fyrirliðinn Guðjón Valur skoraði loksins fyrir Ísland er átta mínútur lifðu leiks. Þá hafði íslenska liðið ekki skorað í tíu mínútur. Svíarnir gáfu allt í þetta á lokakaflanum en strákarnir okkar náðu að standa nógu fast í fæturna og klára dæmið. Svíar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og niðurstaðan á endanum tveggja marka sigur, 26-24. Of lítill sigur miðað við stöðuna sem liðið var komið í en frábær sigur engu að síður. Það má hrósa mörgum í íslenska liðinu í þessum leik. Fyrst má byrja á því að hrósa íslenska þjálfarateyminu fyrir frábæran undirbúning. Það var ekkert sem benti til þess að íslenska liðið myndi spila svona fyrir nokkrum dögum síðan. En það small allt í 40 mínútur í kvöld og má því segja að liðið eigi inni þrátt fyrir sigurinn.Janus Daði er ískaldur gæi. Kom kaldur inn og steig upp á ögurstundu. Alvöru maður.vísir/ernirLeiðtoginn Aron Aron Pálmarsson skoraði ekki mikið en leikstýrði liðinu frábærlega. Skoraði aðeins þrjú mörk en lagði upp átta. Hann er loksins að verða að þeim leiðtoga sem hann á að vera í þessu liði. Við hlið hans fóru Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason á kostum. Sjálfstraustið í botni og allt í netinu framan af. Óli var líka geggjaður í vörninni. Mjög lofandi frammistaða og Rúnar mun sterkari en maður bjóst við miðað við litla spilamennsku í vetur. Björgvin Páll náði ekki að halda almennilega dampi í síðari hálfleik en frammistaðan geggjaða í fyrri hálfleik lagði að stórum hluta grunninn að þessum sigri. Hornamennirnir Guðjón Valur og Arnór Þór nýttu sín skot frábærlega. Fyrirliðinn sömuleiðis jákvæður á vellinum og öskraði strákana áfram. Braut svo ísinn þykka í seinni slæma kaflanum. Geir hefur sagt að allir leikmenn hafi sín hlutverk og að hann treysti öllum. Það sást svo sannarlega á lokakaflanum er hann var kominn með Janus Daða og Ómar Inga saman í sókninni en þeir höfðu lítið spilað.Risainnkoma Janusar Janus Daði þakkaði traustið með frábæru marki og fiskaði vítakast. Allt á ögurstundu. Frábær innkoma og ansi þung lóð á vogarskálarnar frægu er á þurfti að halda. Þvílíkur karakter í gaurnum. Það var auðvitað svekkjandi að liðið skildi ekki halda betur haus í þessum leik og það á ekki að kasta svona stórri forystu frá sér. Sem betur fer sprakk það ekki í andlitið á þeim. Einnig var liðið ömurlegt manni fleiri. Það er því sitt hvað sem þarf að skoða. Það sem öllu máli skiptir samt er að liðið vann geggjaðan sigur á Svíum. Það er bara skemmtilegra að vinna Svía en flest önnur lið. Mikið sem þessi leikur gladdi mig. Nú fá strákarnir sterka vítamínssprautu með þessum sigri og geta með álíka frammistöðu og í 40 mínútur í kvöld gert usla á þessu móti. Síðasta mót var nýtt upphaf og þessi leikur er svo gríðarlega jákvætt skref í framhaldinu af því. Þannig átti það að vera. Ekkert er þó enn unnið í þessu og það verður spennandi að fylgjast með strákunum okkar í næstu leikjum. Þeir eru komnir í þá stöðu að geta gert þetta mót virkilega skemmtilegt og áhugavert.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40 Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20 Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Aron Pálmarsson var besti maður íslenska liðsins í sigurinn á Svíum í einkunnagjöf HB Statz. 12. janúar 2018 20:00 HB Statz: Svona var tölfræðin í sigri Íslands Tölfræðiveitan HB Statz hefur greint leik Íslands og Svíþjóðar og má sjá niðurstöðuna hér á Vísi. 12. janúar 2018 20:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12
Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40
Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20
Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Aron Pálmarsson var besti maður íslenska liðsins í sigurinn á Svíum í einkunnagjöf HB Statz. 12. janúar 2018 20:00
HB Statz: Svona var tölfræðin í sigri Íslands Tölfræðiveitan HB Statz hefur greint leik Íslands og Svíþjóðar og má sjá niðurstöðuna hér á Vísi. 12. janúar 2018 20:15