Okkar menn fögnuðu eftir leikinn í kvöld.Vísir/EPA
Aron Pálmarsson var maður leiksins samkvæmt einkunnagjöf HB Statz er Íslendingar lögðu Svía að velli á EM í handbolta í kvöld, 26-24. Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson voru ekki langt undan.
HB Statz og Vísir munu birta einkunnir, tölfræði og umsagnir um leikmenn Íslands á meðan EM í Króatíu stendur en hér fyrir neðan má sjá einkunnir strákanna okkar fyrir frammistöðuan gegn Svíum.
Aron Pálmarsson 8,1
Mörk (skot): 3 (7)
Skotnýting: 42,9%
Sköpuð færi (stoðsendingar): 10 (8)
Tapaðir boltar: 6
Löglegar stöðvanir: 4
Stolnir boltar: 1
Umsögn: Stjórnaði íslenska liðinu af mikilli festu og skoraði afar mikilvæg mörk. Þetta var einn besti landsleikur Arons í langan tíma. Hann hélt haus allan leikinn sem hefur verið hans akkilesarhæll undanfarin misseri.
Björgvin Páll Gústavsson 7,4
Varin (skot): 15/2 (39/2)
Hlutfallsmarkvarsla: 38,5%
Umsögn: Var með fýlusvip í leikjunum í Þýskalandi um helgina og var einfaldlega slakur þá. En í Split sýndi hann hvað hann getur þegar mest á reynir. Hann var í sama formi gegn Svíum og hann var í á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpum áratug, er Íslendingar unnu silfur. Til hamingju, Björgvin - meira af þessu!
Ólafur Guðmundsson 7,3
Mörk (skot): 7 (14)
Skotnýting: 50%
Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1)
Löglegar stöðvanir: 5
Umsögn: Líklegast sá leikmaður sem hefur mátt þola mesta gagnrýni undanfarin ár, eins og hann átti skilið. En sýndi í kvöld og í síðustu leikjum að hann er ekki aðeins ein besta skytta sem við höfum átt heldur var hann frábær í vörninni. Einn besti maður íslenska liðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson 7,0
Mörk (skot): 5 (9)
Skotnýting: 55,6%
Löglegar stöðvanir: 1
Stolnir boltar: 1
Umsögn: Stóð sig með prýði. Bar liðið á herðum sér, skoraði mikilvæg mörk og virkaði jákvæður á vellinum. Var duglegur að rífa upp samherja sína þegar Svíar komu með áhlaup sín á forystu íslenska liðsins.
Arnór Þór Gunnarsson 6,9
Mörk (skot): 5 (6)
Skotnýting: 83,3%
Stolnir boltar: 2
Umsögn: Skilaði frábæru verki og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Nýtti færin sín vel og á ekki langt að sækja góða skapgerð - það geislar af honum eftir frábæra frammistöðu í þýsku B-deildinni í vetur.
Rúnar Kárason 6,3
Mörk (skot): 5 (9)
Skotnýting: 55,6%
Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1)
Tapaðir boltar: 1
Umsögn: Var langt frá sínu besta í leikjunum gegn Þýskalandi um helgina en líkt og á HM í fyrra sýndi hann okkur hvað hann getur. Á það hins vegar til að detta út úr leikjum eins og hann gerði í kvöld. Annars hnökralaust af hans hálfu.
Bjarki Már Gunnarsson 5,8
Löglegar stöðvanir: 3
Umsögn: Stóð sig vel í íslensku vörninni. Geir var gagnrýndur fyrir valið á honum fyrir þetta mót. En hann er maðurinn sem ræður við 100+ kg skrokka og er það jákvæð umsögn um Olísdeildina hversu vel hann stóð sig.
Janus Daði Smárason 5,5
Mörk (skot): 1 (2)
Skotnýting: 50%
Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (0)
Fiskuð víti: 1
Umsögn: Átti frábæra innkomu undir lok leiksins, sem skipti máli þegar Svíar sóttu að okkar mönnum. Hann var ekki í takti í leikjunum gegn Þýskalandi en er hins vegar mikið efni sem á enn eftir að sýna hvað í honum býr.
Ásgeir Örn Hallgrímsson 5,3
Mörk (skot): 0 (2)
Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (0)
Fiskuð víti: 1
Löglegar stöðvanir: 2
Blokk (varin skot): 1
Umsögn: Vanmetinn leikmaður. Besti leikmaður íslensku varnarinnar - það sýndi hann í leikjunum gegn Þýskalandi. Áhorfendur fengu það staðfest í leiknum í kvöld. Fær lítið hrós og á mun meira skilið.
Arnar Freyr Arnarsson 5,3
Mörk (skot): 0 (1)
Fiskuð víti: 3
Löglegar stöðvanir: 1
Umsögn: Tók sig saman í andlitinu eftir leikina gegn Svíum á Íslandi í október. Það er til fyrirmyndar að sjá hvað hann hefur tekið sjálfan sig vel í gegn. Þetta er leikmaður sem getur orðið mun betri en Rússajeppinn Sigfús Sigurðsson sem á sínum tíma var einn sá besti í heimi.
Ómar Ingi Magnússon 4,8
Tapaðir boltar: 2
Löglegar stöðvanir: 1
Umsögn: Afar klókur leikmaður. Hefur leikskilning upp á tíu. Náði að róa leik íslenska liðsins í kvöld þegar hann kom við sögu. En við verðum að fá meira út úr leikmanni í hans stöðu. Hann er hins vegar ungur og engin ástæða til að örvænta.
Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur.
Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig.
Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik.