Trump virðist þræta fyrir að hafa talað um „skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 14:19 Margir hafa túlkað ummælin sem höfð eru eftir Trump sem enn eina vísbendinguna um að hann sé rasisti. Vísir/AFP Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Ummælin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði uppi um nokkur ríki Mið-Ameríku og Afríku voru „hörð“ en ekki þau sem greint hefur verið frá. Þetta fullyrðir Trump á Twitter-síðu sinni. Viðstaddir segja að hann hafi kallað lönd eins og Haítí „skítaholur“ á fundi með þingmönnum í gær.Washington Post sagði upphaflega frá ummælum Trump á fundinum en fleiri fjölmiðlar fengu þau staðfest í kjölfarið. Forsetanum á að hafa gramist hugmyndir þingmanna um að vernda fólk frá löndum eins og Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkrum Afríkuríkjum í tengslum við uppstokkun á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. „Af hverju erum við að fá allt þetta fólk frá skítaholulöndum hingað?“ á Trump að hafa sagt þingmönnunum og átti við fyrrnefndu löndin. Eins og gefur að skilja vöktu ummælin töluvert fjarðrafok. Stjórnvöld á Haítí hafa meðal annars krafið Bandaríkjastjórn skýringa á þeim. Talsmenn Hvíta hússins þrættu ekki fyrir ummælin þegar fjölmiðlar óskuðu eftir viðbrögðum í gær.Skjáskot/TwitterEnn og aftur greip Trump til Twitter til að svara fyrir sig í dag. „Orðalagið sem ég notaði á fundi um DACA var hart en þetta var ekki orðalagið sem var notað,“ tísti forsetinn og virtist þar vísa til ummælanna um „skítaholur“. DACA er áætlun bandarískra yfirvalda sem hefur veitt börnum sem komu ólöglega til landsins með foreldrum sínum áframhaldandi dvarlarleyfi í Bandaríkjunum. Þá fullyrðir Trump að hann hafi ekki sagt neitt níðandi um Haíti. Washington Post hafði eftir embættismanni úr Hvíta húsinu að Trump hafði krafist þess að fólk þaðan yrði tekið af lista fólks sem nyti sérstakrar verndar gagnvart brottflutningi. „Sagði aldrei neitt niðrandi um Haítíbúa annað en að Haítí er augljóslega mjög fátækt land í vanda statt. Ég sagði aldrei „takið þau út“. Búið til af demókrötum. Ég á í frábæru sambandi við Haítíbúa. Ætti líklega að taka upp fundi í framtíðinni – því miður, ekkert traust!“ tísti forsetinn. Athygli vakti á sínum tíma þegar Trump ýjaði sterklega að því að hann ætti upptökur af samtölum við James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hann rak eftir að Comey hafði greint frá vafasömum samskiptum þeirra. Síðar þurfti Trump að viðurkenna að engar slíkar upptökur væru til.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07 Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15 Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Trump vill Norðmenn frekar en innflytjendur frá „skítaholum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með þingmönnum þar sem verið var að ræða réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og Afríku. 11. janúar 2018 22:07
Nánast orðlausir vegna ummæla Trump um „skítaholur“ Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjana, í umræðum um réttindi innflytjenda frá Haítí, El Salvador og ríkjum Afríku hafa vakið mikla athygli. 12. janúar 2018 11:15
Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Ummæli Bandaríkjaforseta um að Mið-Ameríku- og Afríkuríki séu skítaholur hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim. 12. janúar 2018 10:47