Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:34 Mira Sorvino Vísir/Getty Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig. MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum í kvikmyndinni Mighty Aphrodite sem kom út árið 1995. Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt sem vændiskona í myndinni en segist nú vera miður sín og að hún muni aldrei vinna með honum aftur. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þér hefur liðið öll þessi ár þegar þú fylgdist með manni, sem þú sagðir opinberlega að hafi brotið á þér sem barn, sem berskjaldaðri lítilli stúlku í hans umsjá, vera lofaður í hástert, af mér og ótal öðrum í Hollywood sem lofa hann og hundsa þig,“ skrifaði Sorvino í the Huffington Post. „Sem móðir og kona er ég miður mín, fyrirgefðu.“ Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Ræddi við bróður Dylan Sorvino er ein þeirra kvenna sem hefur talað opinskátt um áreitni og ofbeldi af hendi Harvey Weinstein og ræddi meðal annars við blaðamanninn Ronan Farrow, sem er bróðir Dylan. „Ég sagði honum að ég vildi vita meira um þig og ykkar aðstæður,“ skrifar hún. „Hann benti mér á það sem hefur komið fram opinberlega en ég var því miður ekki meðvituð um og þá sá ég hversu mikið sönnunargögnin styðja við þína frásögn. Að þú hafir alla tíð sagt sannleikann.“ Dylan Farrow tjáði sig um bréf Sorvino á Twitter síðu sinni. Þar þakkaði hún henni fyrir fallegt bréf og sagði Sorvino hugrakka. @MiraSorvino, I am overwhelmed and my gratitude to you cannot be expressed sufficiently in words. This letter is beautiful and I will carry your words with me. Your courage has been boundless and your activism an example for us all. From the bottom of my heart, thank you. https://t.co/8U73mb2twD— Dylan Farrow (@realdylanfarrow) January 11, 2018 Dylan Farrow greindi fyrst frá ofbeldinu opinberlega í opnu bréfi árið 2014 og síðan þá hefur hún margsinnis gagnrýnt listamenn sem velja að vinna með föður sínum. Nokkrir hafa stigið fram undanfarin misseri og afneitað Allen. Leikkonan Ellen Page er meðal þeirra sem hefur sagst sjá eftir samstarfi við Allen sem og leikarinn David Krumholtz. Þá sagði leikkonan og leikstjórinn Greta Gerwig að hún myndi aldrei aftur vinna með Allen, en hún lék í mynd hands To Rome With Love. „Ég get aðeins talað fyrir sjálfa mig og niðurstaða mín er þessi: ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég ekki leikið í myndinni. Ég hef ekki unnið fyrir hann aftur og ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur,“ segir Gerwig.
MeToo Mál Woody Allen Hollywood Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Pabbi Miru Sorvino hótar að myrða Harvey Weinstein Paul Sorvino er hvað þekktastur fyrir að leika glæpamenn í kvikmyndum á borð við Goodfellas og The Firm. 4. janúar 2018 16:27
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30