Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 14:41 Flensunni fylgir hiti, hausverkur, hálsbólga og beinverkir meðal annars. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira