Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2018 12:32 Lögregla á Skáni hefur lítið viljað segja um framgang rannsóknarinnar á harmleiknum í Bjärred. Vísir/Getty Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. Lögregla vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Tvær stúlkur og foreldrar þeirra fundust látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred, vestur af Lundi. Yfirmaður fjölskylduföðurins hafði gert lögreglu viðvart eftir að faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu þann daginn, sama dag og ráðstefna sem hann var að skipuleggja fór fram. Lögregla kom svo að fjölskyldunni látinni og gaf það fljótt út að enginn utanaðkomandi væri grunaður um verknaðinn. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið fólkið til dauða. Ekkert bendi þó til að um óhapp hafi verið að ræða.Fengu heimakennslu Á fréttamannafundi fulltrúa sveitarfélagsins í gær kom fram að stúlkurnar tvær, sem voru fjórtán og ellefu ára, hafi fengið heimakennslu um margra ára skeið „ af læknisfræðilegum ástæðum“. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Margareta Strand Karlsson, skólastjóri í skóla yngri stúlkunnar, lýsti því hvernig starfsmenn skólans hafi lengi reynt að aðstoða fjölskylduna. „Þetta var fjölskylda í djúpri krísu sem þjáðist vegna þeirra aðstæðna sem hún var í,“ segir skólastjórinn án þess að útskýra nánar hverjar þær aðstæður voru. Lögregla rannsakar málið sem morð og reynir nú að draga upp mynd af því hvað hafi gerst og af hverju. Nánir fjölskyldumeðlimir hafa verið teknir í yfirheyrslu til að fá skýrari mynd af högum fjölskyldunnar og þá hefur lögregla verið að fínkemba húsið í leit að vísbendingum. Norðurlönd Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. Lögregla vill að öðru leyti lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Tvær stúlkur og foreldrar þeirra fundust látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred, vestur af Lundi. Yfirmaður fjölskylduföðurins hafði gert lögreglu viðvart eftir að faðirinn hafði ekki skilað sér til vinnu þann daginn, sama dag og ráðstefna sem hann var að skipuleggja fór fram. Lögregla kom svo að fjölskyldunni látinni og gaf það fljótt út að enginn utanaðkomandi væri grunaður um verknaðinn. Ekki hefur verið gefið upp hvað hafi dregið fólkið til dauða. Ekkert bendi þó til að um óhapp hafi verið að ræða.Fengu heimakennslu Á fréttamannafundi fulltrúa sveitarfélagsins í gær kom fram að stúlkurnar tvær, sem voru fjórtán og ellefu ára, hafi fengið heimakennslu um margra ára skeið „ af læknisfræðilegum ástæðum“. Þetta kemur fram í frétt Aftonbladet. Margareta Strand Karlsson, skólastjóri í skóla yngri stúlkunnar, lýsti því hvernig starfsmenn skólans hafi lengi reynt að aðstoða fjölskylduna. „Þetta var fjölskylda í djúpri krísu sem þjáðist vegna þeirra aðstæðna sem hún var í,“ segir skólastjórinn án þess að útskýra nánar hverjar þær aðstæður voru. Lögregla rannsakar málið sem morð og reynir nú að draga upp mynd af því hvað hafi gerst og af hverju. Nánir fjölskyldumeðlimir hafa verið teknir í yfirheyrslu til að fá skýrari mynd af högum fjölskyldunnar og þá hefur lögregla verið að fínkemba húsið í leit að vísbendingum.
Norðurlönd Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira