Það verður ekki annað sagt en að það sé heimilisleg og afslöppuð stemning í Paladium-höllinni í Split þó enn eigi eftir að klára mörg verk.
Á viðtalasvæðinu í höllinni má meðal annars finna tvær konur á besta aldri sem eru að sauma merki og auglýsingar á búninga króatíska liðsins.
Þar sitja þær í mestu makindum í litlu herbergi og láta verkin tala. Það var létt yfir þeim er blaðamaður kíkti á þær og bað um mynd. Þær voru svolítið feimnar en gátu ekki hafnað mynd á endanum.
Augljóslega traustar konur og búningar króatíska liðsins í öruggum höndum hjá þeim.

