Gekk á þjófinn og endurheimti pelsinn Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2018 11:19 Margrét fann þjófinn eftir mikla leit, gekk á manninn sem sá sér þann kost vænstan í stöðunni að skila flíkinni. Útaf stendur sími og húslyklar sem Margrét ætlar sér að endurheimta. Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56