Hið minnsta átta ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Nokkrir þeirra höfðu misst ökuréttindi sín sökum ölvunaraksturs og aðrir aldrei öðlast ökuréttindi.
Að sögn lögreglunnar voru vímaðir ökumenn stöðvaðir á Snorrabraut, á Hafnarfjarðarvegi við Vífilsstaði, á Suðurlandsvegi við Olís, Vesturlandsvegi hjá Höfðabakka, Hverafold og á Fjallkonuvegi. Þá voru jafnframt tveir ökumenn stöðvaðir við Stekkjarbakka í Reykjavík, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Á tveimur ökumanna fundust jafnframt ætluð fíkniefni. Þá fannst vopn í bifreiðinni sem stöðvuð var við Vífilsstaði. Hvers konar vopn var um að ræða fylgir þó ekki sögunni.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)