Heimir Hallgríms: Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 20:30 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Íslensku landsliðsmennirnir sem eru staddir í Indónesíu en hafa ekki verið í hóp Íslands í keppnisleikjunum á síðustu mánuðum fá þarna frábært tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn á móti Indónesíu á morgun hefur gengið vel en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn síðastliðinn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar er einnig viðtal við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta eru búnar að vera fínar æfingar, allir hafa verið með og enginn er meiddur. Menn hafa náð að sofa ágætlega, en það er náttúrulega erfitt þegar tímamismunurinn er svona mikill og lítill tími til að jafna sig á honum. Við þjálfararnir erum ánægðir með strákana og hvernig þeir hafa svarað þessum fyrstu tveimur æfingum," sagði Heimir Hallgrímsson í dag. Indónesíska liðið er að undirbúa sig fyrir Asíuleikanna sem haldnir verða í landinu í lok ágúst og byrjun september. Á leikunum leika U23 ára lið og því er um slíkan hóp að ræða núna hjá liðinu. Á sama tíma er mikið af leikmönnum að stíga sín fyrstu spor í íslenska landsliðinu og telur Heimir þetta vera mikilvægt fyrir framtíð liðsins: „Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn og núna finnst okkur vera ansi margir spennandi leikmenn. Möguleikarnir eru því kannski á fleiri leikmönnum en hingað til," sagði Heimir í viðtalinu við heimasíðu KSÍ Jafnframt eru leikirnir tækifæri fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna og vinna sér jafnvel inn sæti í liðinu fyrir HM í Rússlandi: „Við erum alltaf að leita eftir leikmönnum sem passa inn í liðsheildina okkar, við höfum alltaf lagt upp úr því að íslenska landsliðið sé með sterka liðsheild. Þetta á bæði við um leikmenn sem eru sterkir og góðir utanvallar og hvernig þeir eru innan hans. Við erum fyrst og fremst að leita að því, en svo líka leikmönnum sem hafa eitthvað extra, krydda hópinn og hafa eitthvað að bjóða fyrir utan það að vera góðir liðsmenn," sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir sem eru staddir í Indónesíu en hafa ekki verið í hóp Íslands í keppnisleikjunum á síðustu mánuðum fá þarna frábært tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir landsliðsþjálfaranum. Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn á móti Indónesíu á morgun hefur gengið vel en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn síðastliðinn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar er einnig viðtal við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta eru búnar að vera fínar æfingar, allir hafa verið með og enginn er meiddur. Menn hafa náð að sofa ágætlega, en það er náttúrulega erfitt þegar tímamismunurinn er svona mikill og lítill tími til að jafna sig á honum. Við þjálfararnir erum ánægðir með strákana og hvernig þeir hafa svarað þessum fyrstu tveimur æfingum," sagði Heimir Hallgrímsson í dag. Indónesíska liðið er að undirbúa sig fyrir Asíuleikanna sem haldnir verða í landinu í lok ágúst og byrjun september. Á leikunum leika U23 ára lið og því er um slíkan hóp að ræða núna hjá liðinu. Á sama tíma er mikið af leikmönnum að stíga sín fyrstu spor í íslenska landsliðinu og telur Heimir þetta vera mikilvægt fyrir framtíð liðsins: „Þetta janúarverkefni hefur alltaf gefið okkur 1-2 leikmenn og núna finnst okkur vera ansi margir spennandi leikmenn. Möguleikarnir eru því kannski á fleiri leikmönnum en hingað til," sagði Heimir í viðtalinu við heimasíðu KSÍ Jafnframt eru leikirnir tækifæri fyrir leikmenn til að sýna sig og sanna og vinna sér jafnvel inn sæti í liðinu fyrir HM í Rússlandi: „Við erum alltaf að leita eftir leikmönnum sem passa inn í liðsheildina okkar, við höfum alltaf lagt upp úr því að íslenska landsliðið sé með sterka liðsheild. Þetta á bæði við um leikmenn sem eru sterkir og góðir utanvallar og hvernig þeir eru innan hans. Við erum fyrst og fremst að leita að því, en svo líka leikmönnum sem hafa eitthvað extra, krydda hópinn og hafa eitthvað að bjóða fyrir utan það að vera góðir liðsmenn," sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira