Breytingar á ísbúð valda áhyggjum vestur í bæ Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2018 10:46 Breytingar á Ísbúð Vesturbæjar er mörgum hjartfólgin. Meðal annarra Agli Helgasyni og Helgu Völu Helgadóttur. Til stendur að breyta innréttingum í Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel. Merkileg umræða er um þetta í Facebook-hópi þar sem málefni Vesturbæjarins eru sérstaklega til umræðu. Þar hafa nokkrir lýst yfir áhyggjum og telja að þarna sé verið að kasta miklum menningarverðmætum á glæ; sögulegum minjum. Að sögn framkvæmdastjórans, Kristmanns Óskarssonar, eru þetta smávægilegar og praktískar breytingar. „Það er verið að setja gler í staðinn fyrir stálklædda granítplötu. Svo fólk sjái hvað er í boði. Ekkert stórvægilegt,“ segir Kristmann sem kannast við umræðuna. Kristmann, sem segir að farið verði í þessar breytingar fljótlega á næstu dögum, getur með engu móti séð að svo sé, um er að ræða sjoppuafgreiðsluborð. Það er hátt og óhentugt og verið að breyta því til samræmis við það sem gerist og gengur í þeim efnum í öðrum búðum Ísbúðar Vesturbæjar, en þær eru víða, ekki bara við Hagamel, heldur einnig í Skipholti, við Grensásveg, í Brekkuhúsum og Bæjarlind í Kópavogi.Menningarverðmæti í hættuEn, Kristmann segir jafnframt það afar ánægjulegt að fólki skuli vera svo umhugað um búðina. Hann þekkti hins vegar ekki sögu innréttinganna sérstaklega, segir þær til komnar fyrir sína tíð. Og framkvæmdastjórinn þekkti ekki til neinna skráðra heimilda um innréttinguna sem slíka. Eins og áður sagði er nokkur umræða um þetta í Facebookhópnum Vesturbærinn. Málshefjandi er Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir segir þetta algerlega einstaka innréttingu og ísbúðin algjör perla. Vert sé að benda eigendum á „hversu miklar menningarminjar þessi verslun er þegar orðin.“ Ýmsir taka undir með Guðfinna meðal annarra þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir sem segir einfaldlega: „Neihhhh glætan!“Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann keypti sér mjólkurhristing í Ísbúð Vesturbæjar að sögn Egils Helgasonar.Bobby Fischer fékk sér ís vestur í bæEgill Helgason sjónvarpsmaður er fjölfróður, þekkir byggingarsögu Vesturbæjar sérlega vel og hann leggur í púkkið skemmtilegan fróðleik: „Man eftir því þegar þessi innrétting var sett upp, manni þótti hún stórskrítin, hún var ekki í samræmi við neitt sem var í tísku þá. Ísbúðin var stofnuð af manni sem ég finn nú á netinu að hét Aðalsteinn Bjarnfreðsson, bróðir Magnúsar sjónvarpsmanns og Aðalheiðar alþingismanns. Þetta var hinn vænsti karl. Ég man að hann var mjög stoltur af því að Bobby Fischer hefði komið í ísbúðina á tíma heimsmeistaraeinvígisins 1972 og fengið sér mjög þykkan sjeik. Spurði stundum hvort maður vildi hafa sjeikinn jafn þykkan og Fischer. (Maður ætti hins vegar tæplega að versla við þessa ísbúðakeðju fyrr en þeir hætta að nota styrofoam málin.)“Krakkar hafa slasað sig í búðinniOg þó flestir sem taka til máls séu íhaldssamir og hafi jafnvel áhyggjur af því að þarna sé verið að fórna menningarverðmætum eru aðrir sem fagna breytingum. Svava G. Sverrisdóttir er ein þeirra: „Ég er greinilega háöldruð því ég man eftir innréttingunni sem var á undan þessari innréttingu og því er þetta enginn „originall“ fyrir mér. Ég játa að ég fagna þessum tíðindum afar mikið því sonur minn slasaði sig mjög illa þegar hann datt á einn af niðurboltuðu stálstólunum og mér skilst að það hafi verið nokkuð mikið um að krakkar hafi meitt sig í þessari búð,“ segir Svava og bætir því við að þetta séu, sem sagt, mjög góð tíðindi. Og með fylgir broskall.Uppfært 11:45 Víst er að ísbúðin vestur í bæ er fólki ofarlega í huga. Þannig hefur fréttastofu borist ábending um að mjög líklega sé það Guðni Erlendsson, athafna- og ævintýramaður sem nú er fluttur til Danmerkur þar sem hann rekur gistiþjónustu, hafi gert innréttingarnar umræddar á sínum tíma. Guðni rak meðal annars keramíkverkstæði sem hét Eldstó, hann kom að stofnun og rekstri veitingastaðarins sögufræga Hornsins, en var keyptur þar út og gerðist sérfróður um neðanlýsingu, svo eitthvað sé nefnt. Þar til annað sannara reynist er hann hér með skrifaður fyrir þessum eftirtektarverða innanhússarkítektúr. Neytendur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Til stendur að breyta innréttingum í Ísbúð Vesturbæjar við Hagamel. Merkileg umræða er um þetta í Facebook-hópi þar sem málefni Vesturbæjarins eru sérstaklega til umræðu. Þar hafa nokkrir lýst yfir áhyggjum og telja að þarna sé verið að kasta miklum menningarverðmætum á glæ; sögulegum minjum. Að sögn framkvæmdastjórans, Kristmanns Óskarssonar, eru þetta smávægilegar og praktískar breytingar. „Það er verið að setja gler í staðinn fyrir stálklædda granítplötu. Svo fólk sjái hvað er í boði. Ekkert stórvægilegt,“ segir Kristmann sem kannast við umræðuna. Kristmann, sem segir að farið verði í þessar breytingar fljótlega á næstu dögum, getur með engu móti séð að svo sé, um er að ræða sjoppuafgreiðsluborð. Það er hátt og óhentugt og verið að breyta því til samræmis við það sem gerist og gengur í þeim efnum í öðrum búðum Ísbúðar Vesturbæjar, en þær eru víða, ekki bara við Hagamel, heldur einnig í Skipholti, við Grensásveg, í Brekkuhúsum og Bæjarlind í Kópavogi.Menningarverðmæti í hættuEn, Kristmann segir jafnframt það afar ánægjulegt að fólki skuli vera svo umhugað um búðina. Hann þekkti hins vegar ekki sögu innréttinganna sérstaklega, segir þær til komnar fyrir sína tíð. Og framkvæmdastjórinn þekkti ekki til neinna skráðra heimilda um innréttinguna sem slíka. Eins og áður sagði er nokkur umræða um þetta í Facebookhópnum Vesturbærinn. Málshefjandi er Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir segir þetta algerlega einstaka innréttingu og ísbúðin algjör perla. Vert sé að benda eigendum á „hversu miklar menningarminjar þessi verslun er þegar orðin.“ Ýmsir taka undir með Guðfinna meðal annarra þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir sem segir einfaldlega: „Neihhhh glætan!“Bobby Fischer. Bandaríski Íslendingurinn var heimsmeistari frá 1972 til 1975. Hann keypti sér mjólkurhristing í Ísbúð Vesturbæjar að sögn Egils Helgasonar.Bobby Fischer fékk sér ís vestur í bæEgill Helgason sjónvarpsmaður er fjölfróður, þekkir byggingarsögu Vesturbæjar sérlega vel og hann leggur í púkkið skemmtilegan fróðleik: „Man eftir því þegar þessi innrétting var sett upp, manni þótti hún stórskrítin, hún var ekki í samræmi við neitt sem var í tísku þá. Ísbúðin var stofnuð af manni sem ég finn nú á netinu að hét Aðalsteinn Bjarnfreðsson, bróðir Magnúsar sjónvarpsmanns og Aðalheiðar alþingismanns. Þetta var hinn vænsti karl. Ég man að hann var mjög stoltur af því að Bobby Fischer hefði komið í ísbúðina á tíma heimsmeistaraeinvígisins 1972 og fengið sér mjög þykkan sjeik. Spurði stundum hvort maður vildi hafa sjeikinn jafn þykkan og Fischer. (Maður ætti hins vegar tæplega að versla við þessa ísbúðakeðju fyrr en þeir hætta að nota styrofoam málin.)“Krakkar hafa slasað sig í búðinniOg þó flestir sem taka til máls séu íhaldssamir og hafi jafnvel áhyggjur af því að þarna sé verið að fórna menningarverðmætum eru aðrir sem fagna breytingum. Svava G. Sverrisdóttir er ein þeirra: „Ég er greinilega háöldruð því ég man eftir innréttingunni sem var á undan þessari innréttingu og því er þetta enginn „originall“ fyrir mér. Ég játa að ég fagna þessum tíðindum afar mikið því sonur minn slasaði sig mjög illa þegar hann datt á einn af niðurboltuðu stálstólunum og mér skilst að það hafi verið nokkuð mikið um að krakkar hafi meitt sig í þessari búð,“ segir Svava og bætir því við að þetta séu, sem sagt, mjög góð tíðindi. Og með fylgir broskall.Uppfært 11:45 Víst er að ísbúðin vestur í bæ er fólki ofarlega í huga. Þannig hefur fréttastofu borist ábending um að mjög líklega sé það Guðni Erlendsson, athafna- og ævintýramaður sem nú er fluttur til Danmerkur þar sem hann rekur gistiþjónustu, hafi gert innréttingarnar umræddar á sínum tíma. Guðni rak meðal annars keramíkverkstæði sem hét Eldstó, hann kom að stofnun og rekstri veitingastaðarins sögufræga Hornsins, en var keyptur þar út og gerðist sérfróður um neðanlýsingu, svo eitthvað sé nefnt. Þar til annað sannara reynist er hann hér með skrifaður fyrir þessum eftirtektarverða innanhússarkítektúr.
Neytendur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira