Árangur af heilbrigðiskerfi Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Hvernig á að meta árangur af heilbrigðiskerfi? Mér hefur orðið það ljóst á mínum fyrstu dögum í embætti að hugsanlegir mælikvarðar eru fjölmargir og enginn hafinn yfir vafa. Engu að síður er ljóst að mikilvægt er að við séum sem mest sammála um það hvaða mælikvarða skuli leggja til grundvallar í því mati. Aukin útgjöld úr ríkissjóði til kerfisins duga ekki ein og sér sem mælikvarði heldur eru þeir miklu fleiri og margþættari. Í samanburði OECD-ríkja kemur fram að langmest fjármagn rennur til heilbrigðiskerfisins í Bandaríkjunum en þar ríkir jafnframt mikill ójöfnuður og stór hluti þjóðarinnar hefur tæpast aðgang að heilbrigðisþjónustu. Mælikvarðar sem má líta til eru til að mynda mælikvarðar sem taka á gæðum þjónustunnar, árangri hennar, samsetningu starfsfólksins, aðstæðum þess, kjörum og möguleikum til starfsþróunar. Málefni sem lúta að mönnun heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru kannski þau sem oftast eru nefnd þegar áskoranir eru ræddar til framtíðar. Einnig má nefna stöðuna að því er varðar aðgengi að þjónustu, þ.e. jafnræði að því er varðar búsetu. Mér er þó efst í huga einmitt núna sú þróun í íslenska heilbrigðiskerfinu sem hefur aldrei verið tekin ein stór ákvörðun um. Það er sú staðreynd að það hefur orðið ákveðin gliðnun á milli opinbera kerfisins annars vegar og hins vegar eins og sjálfkrafa flæðis út úr ríkissjóði í tiltekna stóra þætti kerfisins án þess að um það hafi beinlínis verið tekin ákvörðun. Það eru tilteknar minni ákvarðanir á undanförnum árum og áratugum sem hafa leitt okkur í þær áttir. Kjarni málsins er sá að nú stendur vilji stjórnvalda til þess að snúa vörn í sókn í þágu opinbera kerfisins. Við viljum styrkja innviði þess með jöfnuð að leiðarljósi. Það er mín von að við getum, í nýrri heilbrigðisstefnu, sett saman skýra framtíðarsýn í þessum mikilvæga málaflokki til lengri framtíðar og fengið slíka sýn rædda og samþykkta á Alþingi áður en langt um líður. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun