Hver og einn fær tíu milljónir fyrir að vinna stjörnuleik NBA í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 17:00 Russell Westbrook hefur tvisvar verið kosinn besti leikmaður Stjörnuleiksins á síðustu þremur árum. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta ætlar að reyna að fá meiri alvöru í Stjörnuleikinn í ár og hefur þess vegna tvöfaldað verðlaunafé leikmanna sigurliðsins. Allir leikmenn í sigurliðinu fá nú hundrað þúsund dollara eða 10,1 milljón íslenskra króna. Upphæðin var 50 þúsund í fyrra og hefur því hækkað um fimm milljónir á einu ári. Leikmenn í taplliðinu frá 25 þúsund dollara eða rúmar 2,5 milljónir króna. Það mun því muna meira en sjö milljónum á því hvort þú ert í sigurliði eða tapliði í leiknum. ESPN segir frá. Stjörnuhelgin fer að þessu sinni fram í Los Angeles og stendur yfir frá 16. til 18. febrúar næstkomandi. Í Stjörnuleik NFL-deildarinnar í gær þá fengu leikmenn sigurliðsins 64 þúsund dollara í verðlaunafé en leikmenn tapliðsins fengu helmingi minna eða 32 þúsund dollara. ESPN ræddi við stjörnuleikmenn í NBA um hækkunina og samkvæmt þeim viðtölum þá er komið allt annað hljóð í þá. Leikmenn er hungraðari í sigurinn (og peningina) í ár. „Þetta gerir þetta áhugaverðara. Þetta er mikil breyting,“ sagði Kyrie Irving hjá Boston Celtics. „Ég held að þetta hjálpi til. Þetta eru miklir peningar,“ sagði Klay Thompson hjá Golden State Warriors. LeBron James og Stephen Curry kusu í liði í ár þannig að þetta er ekki leikur á milli Austur- og Vesturdeildarinnar eins og hingað til. Í liði LeBron James eru Kevin Durant, Irving, Anthony Davis og DeMarcus Cousins, ásamt varamönnunum Bradley Beal, LaMarcus Aldridge, Kevin Love, Russell Westbrook, Victor Oladipo, Kristaps Porzingis og John Wall. Paul George kemur inn fyrir Cousins sem sleit hásin um helgina. Í liði Stephen Curry eru þeir Giannis Antetokounmpo, DeMar DeRozan, James Harden og Joel Embiid auk varamannanna Damian Lillard, Jimmy Butler, Draymond Green, Kyle Lowry, Klay Thompson, Karl-Anthony Towns og Al Horford. NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta ætlar að reyna að fá meiri alvöru í Stjörnuleikinn í ár og hefur þess vegna tvöfaldað verðlaunafé leikmanna sigurliðsins. Allir leikmenn í sigurliðinu fá nú hundrað þúsund dollara eða 10,1 milljón íslenskra króna. Upphæðin var 50 þúsund í fyrra og hefur því hækkað um fimm milljónir á einu ári. Leikmenn í taplliðinu frá 25 þúsund dollara eða rúmar 2,5 milljónir króna. Það mun því muna meira en sjö milljónum á því hvort þú ert í sigurliði eða tapliði í leiknum. ESPN segir frá. Stjörnuhelgin fer að þessu sinni fram í Los Angeles og stendur yfir frá 16. til 18. febrúar næstkomandi. Í Stjörnuleik NFL-deildarinnar í gær þá fengu leikmenn sigurliðsins 64 þúsund dollara í verðlaunafé en leikmenn tapliðsins fengu helmingi minna eða 32 þúsund dollara. ESPN ræddi við stjörnuleikmenn í NBA um hækkunina og samkvæmt þeim viðtölum þá er komið allt annað hljóð í þá. Leikmenn er hungraðari í sigurinn (og peningina) í ár. „Þetta gerir þetta áhugaverðara. Þetta er mikil breyting,“ sagði Kyrie Irving hjá Boston Celtics. „Ég held að þetta hjálpi til. Þetta eru miklir peningar,“ sagði Klay Thompson hjá Golden State Warriors. LeBron James og Stephen Curry kusu í liði í ár þannig að þetta er ekki leikur á milli Austur- og Vesturdeildarinnar eins og hingað til. Í liði LeBron James eru Kevin Durant, Irving, Anthony Davis og DeMarcus Cousins, ásamt varamönnunum Bradley Beal, LaMarcus Aldridge, Kevin Love, Russell Westbrook, Victor Oladipo, Kristaps Porzingis og John Wall. Paul George kemur inn fyrir Cousins sem sleit hásin um helgina. Í liði Stephen Curry eru þeir Giannis Antetokounmpo, DeMar DeRozan, James Harden og Joel Embiid auk varamannanna Damian Lillard, Jimmy Butler, Draymond Green, Kyle Lowry, Klay Thompson, Karl-Anthony Towns og Al Horford.
NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira