Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Vísir Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Borgarkringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Sjá meira
Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00