Vinstri svik Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 29. janúar 2018 07:00 Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fjárlög eru besti vitnisburður um áherslumál ríkisstjórnar enda er verið að ráðstafa peningum skattgreiðenda. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Vinstri grænna eru því mikil vonbrigði. Fjárlögin bera vott um svik við kjósendur og algjört metnaðarleysi í velferðarmálum. Hvorki er ráðist í nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum samfélagsins né er ráðist í nauðsynlega tekjuöflun. Þegar þessi fjárlög eru borin saman við fjárlagafrumvarp fyrri ríkisstjórnar sem sprakk í haust, frumvarp sem Vinstri græn kölluðu „hægri sveltistefnu“ og „ömurlegt“, kemur í ljós að einungis er gerð 2,2% breyting á milli frumvarpa. Vinstri græn lýsa hins vegar fjárlagafrumvarpi sínu sem „stórsókn“ og „björgun“ í velferðarmálum. Það sjá allir að 2,2% breyting á „ömurlegri hægri sveltistefnu“ getur seint talist vera „stórsókn“ eða vísbending um „stóraukin framlög“ eins og VG hefur lýst því. Fulltrúi Öryrkjabandalagsins kallaði frumvarp VG meira að segja „copy paste“ frá frumvarpi síðustu ríkisstjórnar sem VG átti ekki orð yfir hversu lélegt væri. Það er sorglegt að sjá að Vinstri græn setja engar viðbótarfjárveitingar í barnabætur, vaxtabætur, húsnæðisstyrk, fæðingarorlof og húsnæðismál frá því sem fyrri ríkisstjórn hafði þegar ákveðið að gera áður en VG komst í ráðherrastólana. Allir forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og framhaldsskóla, landssamtök eldri borgara og öryrkja lýstu yfir mikilli óánægju með fjárlagafrumvarpið. Landspítalinn fær ekki einu sinni nóg til að halda í horfinu. Heilbrigðisstofnanir úti á landi fá minna en helming af því sem þær óskuðu eftir svo hægt væri að tryggja óbreytta starfsemi. Þegar tækifæri gafst til að leiðrétta þetta greiddu allir þingmenn VG með tölu atkvæði gegn velferðartillögum Samfylkingarinnar sem VG hafði sjálft lagt fram áður á Alþingi. VG kaus meira að segja gegn auknum fjármunum til aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að mæta öllum óskum allra en engin af tillögum Samfylkingarinnar hefði sett ríkisfjármálin á hvolf og meira að segja hefðu þær tekjur sem ríkisstjórn ákvað að gefa eftir dugað til að fjármagna þær. Til hvers var eiginlega barist, Vinstri græn?Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun