Svíar fengu silfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Spánverjar fagna fyrsta Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður. EM 2018 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður.
EM 2018 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira