Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum.
Svíar spiluðu fyrri hálfleikinn frábærlega, voru komnir með þriggja marka forystu eftir rúmar tíu mínútur og héldu forystu sinni það sem eftir var hálfleiksins. Staðan í leikhléi var 12-14 fyrir Svía.
Það hrundi hins vegar allt hjá lærisveinum Kristjáns Andréssonar í seinni hálfleik. Þeir skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 20 mínútum seinni hálfleiks á meðan Spánverjar skoruðu 11, staðan 23-16 þegar tíu mínútur lifðu af leiknum.
Þá var í raun aðeins spurning hversu stór sigur Spánverja yrði, það var lítll möguleiki á endurkomu Svía. Leikurinn endaði svo með sex marka sigri Spánverja, 29-23.
Spánverjar skiptu markaskoruninni bróðurlega með sér, Ferran Sole og David Balaguer voru með fimm mörk og þar á eftir komu þrír með fjögur mörk.
Hjá Svíum var Jesper Nielsen markahæstur með fimm mörk og Niclas Ekberg var með fjögur.
Þetta var í fyrsta skipti sem Svíar tapa úrslitaleik á Evrópumóti, en þeir hafa fjórum sinnum orðið Evrópumeistarar. Þetta er hins vegar fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja.
Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn

