Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar. Neytendur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar.
Neytendur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vill helst fá sér lakkrís eftir 115 daga sjósundið Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira