Fjölgun ungs fólks á örorkulífeyri áhyggjuefni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2018 15:59 Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, segir að þörf sé á auknum sveigjanleika í samfélaginu. VIRK Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs, segir að það sé mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið hversu mjög ungu fólki á örorkulífeyri hefur fjölgað. Til þess að vinna gegn þessari þróun telur Vigdís að vert sé að skoða vandann heildrænt í ljósi þess að það séu margir áhrifaþættir sem spili inn í. Vigdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vigdís er þeirrar skoðunar að samfélagið í heild þurfi að gera betur til þess að hjálpa betur ungu fólki að komast út á vinnumarkaðinn. „Við erum að vinna gott starf hjá Virk - það eru allar mælingar sem sýna það - en kerfið í heild sinni þarf að vinna betur saman þannig að við náum árangri, ekki bara í endurhæfingunni í að láta fólki líða betur og komast betur áfram heldur líka að við sjáum að fólk skili sér í meira mæli út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís sem bendir á að samfélagið missi um það bil jafn marga út af vinnumarkaði og ættu að koma inn á ári.Miklar breytingar á liðnum árum„Ég held þetta sé reyndar mjög margþætt. Við þurfum að líta í eigið barm sem samfélag. Hvernig erum við að byggja þetta samfélag upp. Hvaða kröfur erum við að gera til sjálfra okkar og barna okkar? Stöndum við undir þessu? Við höfum breyst mjög mikið. Á fimmtíu árum höfum við breyst úr því að það voru einstaklingar sem voru heima við að sinna fjölskyldu, börnum, veikum foreldrum og svo framvegis. Nú er myndin ekki þannig og ég er heldur ekki að segja að hún eigi að vera þannig,“ segir Vigdís sem segir þó að þessi þróun hafi þau áhrif að rík þörf sé á sterku velferðarkerfi og sterkum félagslegan stuðning.Gagnverkun atvinnulífs og velferðarkerfisVigdís bendir á að í ljósi þróunarinnar sé bæði þörf fyrir sterkt atvinnulíf og velferðarkerfi. „Við tölum um að það þarf jú vissulega sterkt atvinnulíf til þess að halda uppi sterku velferðarkerfi en það þarf líka sterkt velferðarkerfi til að halda uppi sterku atvinnulífi. Ungir foreldrar geta ekki unnið úti til að búa til tekjur nema það sé sterkt velferðarkerfi á bak við þessa einstaklinga.“Brýn þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæsluVigdís segir að það sé veruleg þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslu, þessir þættir, sem séu í ólagi, hafi bein áhrif á skjólstæðinga hennar. „Við erum að fá til okkar einstaklinga sem eru of veikir og hafa ekki fengið geðheilbrigðisþjónustu við hæfi og við erum líka að fá til okkar einstaklinga sem hefði verið hægt að gera svo miklu meira fyrir með miklu minni tilkostnaði fyrr innan heilsugæslunnar, sem dæmi.“Aukinn sveigjanleiki„Það vantar sveigjanleika fyrir einstaklinga sem geta átt góða tíma og slæma tíma,“ segir Vigdís því einstaklingar hafi mismunandi þarfir. „Okkur vantar sveigjanleika bæði í bótakerfið og samfélaginu í heild sinni. Við þurfum sjálf að taka okkur í gegn og vera með meiri sveigjanleika gagnvart einstaklingum sem hafa mismunandi starfsþrek á mismunandi tímum. Atvinnulífið þarf að koma inn með sveigjanleika, við þurfum að hjálpa atvinnulífinu að koma inn með sveigjanleika, það er það sem önnur lönd hafa farið út í, í raun og veru stutt við atvinnurekendur þannig að þeir geti sýnt þennan sveigjanleika á vinnumarkaði.“ Vigdís segir að leggja þurfi áherslu á aðgerðir til þess að koma ungu fólki út á vinnumarkað því rannsóknir sýni að það sé heilsu fólks og velferð þess fyrir bestu að vera þátttakendur í samfélaginu. „Það er jú það sem allir vilja og líka þessir ungu foreldrar. Það er það sem öryrkjar vilja. Þeir vilja taka þátt á vinnumarkaði við þurfum bara að gera þeim það kleift.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs, segir að það sé mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið hversu mjög ungu fólki á örorkulífeyri hefur fjölgað. Til þess að vinna gegn þessari þróun telur Vigdís að vert sé að skoða vandann heildrænt í ljósi þess að það séu margir áhrifaþættir sem spili inn í. Vigdís var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vigdís er þeirrar skoðunar að samfélagið í heild þurfi að gera betur til þess að hjálpa betur ungu fólki að komast út á vinnumarkaðinn. „Við erum að vinna gott starf hjá Virk - það eru allar mælingar sem sýna það - en kerfið í heild sinni þarf að vinna betur saman þannig að við náum árangri, ekki bara í endurhæfingunni í að láta fólki líða betur og komast betur áfram heldur líka að við sjáum að fólk skili sér í meira mæli út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís sem bendir á að samfélagið missi um það bil jafn marga út af vinnumarkaði og ættu að koma inn á ári.Miklar breytingar á liðnum árum„Ég held þetta sé reyndar mjög margþætt. Við þurfum að líta í eigið barm sem samfélag. Hvernig erum við að byggja þetta samfélag upp. Hvaða kröfur erum við að gera til sjálfra okkar og barna okkar? Stöndum við undir þessu? Við höfum breyst mjög mikið. Á fimmtíu árum höfum við breyst úr því að það voru einstaklingar sem voru heima við að sinna fjölskyldu, börnum, veikum foreldrum og svo framvegis. Nú er myndin ekki þannig og ég er heldur ekki að segja að hún eigi að vera þannig,“ segir Vigdís sem segir þó að þessi þróun hafi þau áhrif að rík þörf sé á sterku velferðarkerfi og sterkum félagslegan stuðning.Gagnverkun atvinnulífs og velferðarkerfisVigdís bendir á að í ljósi þróunarinnar sé bæði þörf fyrir sterkt atvinnulíf og velferðarkerfi. „Við tölum um að það þarf jú vissulega sterkt atvinnulíf til þess að halda uppi sterku velferðarkerfi en það þarf líka sterkt velferðarkerfi til að halda uppi sterku atvinnulífi. Ungir foreldrar geta ekki unnið úti til að búa til tekjur nema það sé sterkt velferðarkerfi á bak við þessa einstaklinga.“Brýn þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæsluVigdís segir að það sé veruleg þörf fyrir bætta geðheilbrigðisþjónustu og eflingu heilsugæslu, þessir þættir, sem séu í ólagi, hafi bein áhrif á skjólstæðinga hennar. „Við erum að fá til okkar einstaklinga sem eru of veikir og hafa ekki fengið geðheilbrigðisþjónustu við hæfi og við erum líka að fá til okkar einstaklinga sem hefði verið hægt að gera svo miklu meira fyrir með miklu minni tilkostnaði fyrr innan heilsugæslunnar, sem dæmi.“Aukinn sveigjanleiki„Það vantar sveigjanleika fyrir einstaklinga sem geta átt góða tíma og slæma tíma,“ segir Vigdís því einstaklingar hafi mismunandi þarfir. „Okkur vantar sveigjanleika bæði í bótakerfið og samfélaginu í heild sinni. Við þurfum sjálf að taka okkur í gegn og vera með meiri sveigjanleika gagnvart einstaklingum sem hafa mismunandi starfsþrek á mismunandi tímum. Atvinnulífið þarf að koma inn með sveigjanleika, við þurfum að hjálpa atvinnulífinu að koma inn með sveigjanleika, það er það sem önnur lönd hafa farið út í, í raun og veru stutt við atvinnurekendur þannig að þeir geti sýnt þennan sveigjanleika á vinnumarkaði.“ Vigdís segir að leggja þurfi áherslu á aðgerðir til þess að koma ungu fólki út á vinnumarkað því rannsóknir sýni að það sé heilsu fólks og velferð þess fyrir bestu að vera þátttakendur í samfélaginu. „Það er jú það sem allir vilja og líka þessir ungu foreldrar. Það er það sem öryrkjar vilja. Þeir vilja taka þátt á vinnumarkaði við þurfum bara að gera þeim það kleift.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Heilbrigðismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira