Golf

Keppni hefst aftur á Bahamas

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fá ekkert draumaveður á Paradísareyju.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fá ekkert draumaveður á Paradísareyju. mynd/golf.is/gabe roux
Keppni mun hefjast að nýju á Pure Silk LPGA mótinu nú klukkan 16:15, en ekkert hefur verið spilað á mótinu í rúman sólarhring vegna veðurs.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun því hefja leik á öðrum hring mótsins í kvöld, en uppfærður rástími hennar er klukkan hálf 8.

Mótið hefur verið stytt um einn hring, er aðeins 54 holur. Þegar keppni var hætt í gær var niðurskurðarlínan við 4 yfir pari, sem er einmitt skorið sem Ólafía er á. Eins og er myndi hún því rétt sleppa við niðurskurð.

Efstu konur eru á fjórum höggum undir pari, því gæti vel verið að Ólafía nái að stökkva hátt upp listan spili hún vel á öðrum hring.

Áætlað er að útsending frá mótinu hefjist á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×