Golf

Enn vindasamt á Bahama-eyjum | Mótið stytt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það blæs hressilega á Bahama-eyjum þessa dagana.
Það blæs hressilega á Bahama-eyjum þessa dagana. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir keppendur á Pure Silk LPGA-mótinu á Bahama-eyjum þurfa að bíða enn lengur þar til að hægt verður að hefja keppni á nýjan leik.

Leik var hætt í gær vegna mikilla vinda á eyjunni en þá var önnur umferð nýhafin.

Sjá einnig: Ólafía Þórunn keppir ekki í dag | Leik frestað vegna veðurs

Vindhraði var um 15 m/s í gær með hviðum allt að 20 m/s. Mótshaldarar gáfu út í morgun að vindar hefðu ekki lygnt mikið í nótt og því væri enn ekki hægt að byrja að spila.

Ákveðið hefur verið að stytta mótið í þrjá hringi og verða því ekki leiknar fleiri en 54 holur á mótinu. Enn er vonast til þess að hægt verði að klára mótið á sunnudag.

Búist er við því að næsta ákvörðun um framhaldið verði tekin fljótlega en áætlað var að bein útsending frá mótinu myndi hefjast á Golfstöðinni klukkan 16.30 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×