Danska ríkissjónvarpið notaði tækifærið og rifjaði upp 75 ára gamlan handboltalandsleik þjóðanna sem var spilaður í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar.
Leikurinn sem um ræðir fór fram 18. júní 1943 en þetta var langt því að vera sami handbolti og er spilaður í dag.
Leikur Dana og Svía fór fram á fótboltavelli og það voru ellefu manns í hvoru liði. Í raun var þetta alveg eins og fótbolti nema spilaður með höndunum. Menn voru því að reyna að rekja boltann á grasinu en það fylgir sögunni að boltinn hafi verið mjög harður.
Græs, krig og kæmpemål: For 75 år siden var 'Jernmanden' håndboldherrernes farligste våben https://t.co/gII4962H1xpic.twitter.com/mHKnm02z60
— DR Sporten (@DRSporten) January 26, 2018
Handboltinn var fyrst spilaður innanhúss á sjötta áratugnum en fyrstu heimsmeistararnir unnu titil sinn undir þessum reglum.