Kosið í Stjörnuliðin eins og á skólavellinum | Sjáðu hverja LeBron og Curry völdu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 08:30 Fyrirliðanir. vísir/getty Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard. NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard.
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira