Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 23:29 Mótmælandi heldur á mynd sem sýnir Frelsisstyttuna faðma að sér innflytjanda fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. Almennur stuðningur er fyrir því að fólk sem var flutt til landsins ólöglega sem börn fái að búa þar áfram. Vísir/AFP Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don]. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Hátt í tvær milljónir ungra innflytjenda sem komu ólöglega til Bandaríkjanna fá möguleika á að öðlast ríkisborgararétt samkvæmt tillögu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt fram. Önnur ákvæði tillögunnar eru líkleg til að tryggja að hún muni hvorki hugnast frjálslyndnum demókrötum né harðlínurepúblikönum. Á móti krefst Trump þess að fá 25 milljarða dollara til að fjármagna vegg á landamærum Mexíkó og hert öryggi á landamærunum við Kanada. Washington Post segir að hann leggi einnig til að fækka verulega löglegum leiðum til að setjast að í Bandaríkjunum. Þannig geti bandarískir borgarar aðeins sótt um landvistarleyfi fyrir maka eða ung börn en ekki fyrir foreldra eða systkini. Ekki er líklegt að harðlínumenn í innflytjendamálum innan repúblikana muni taka vel í að veita þeim sem þeir telja ólöglega innflytjendur borgararétt í Bandaríkjunum. Þá er talið víst að frjálslyndari demókratar muni seint fella sig við byggingu landamæraveggs eða fækkun löglegra innflytjenda.Kallar yfir sig reiði harðlínumanna Hart hefur verið tekist á um innflytjendamál á bandaríska þinginu síðustu vikur og mánuði, ekki síst eftir að Trump batt enda á svonefnda DACA-áætlun frá tíð Baracks Obama í haust. Hún varði hundruð þúsunda innflytjenda sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun. Demókratar neituðu að samþykkja bráðabirgðafjárlög til að halda alríkisstofnunum opnum fyrir síðustu helgi nema að lausn yrði fundin á stöðu skjólstæðinga DACA. Stöðvaðist rekstur alríkisstjórnarinnar þangað til á mánudag þegar demókratar sættu sig við að fá loforð frá repúblikönum um að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem tæki á stöðu þeirra. Bráðabirgðafjárlögin sem þá voru samþykkt gilda til 8. febrúar. Ætlun þingmanna er að ná saman um frumvarp um innflytjendamál fyrir þann tíma. Tillagan sem Trump ætlar að senda þinginu eftir helgi felur í sér leið að ríkisborgararéttir fyrir nær þrefalt fleiri en nutu verndar DACA-áætlunarinnar. Eftir að fjölmiðlar höfðu eftir Trump í gær að hann væri opinn fyrir að gefa þessum hópi innflytjenda leið að ríkisborgararétt snerust hægrisinnaðir fjölmiðlar gegn forsetanum. Þannig uppnefndi Breitbart-vefsíðan, sem hefur verið Trump afar handgengin, forsetann „Sakaruppgjafar-Don“ [e. Amnesty Don].
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Samkomulag um að opna alríkisstjórnina aftur Greidd verða atkvæði um bráðabirgðafjárlög í báðum deildum Bandaríkjaþings í dag. 22. janúar 2018 17:36