Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:15 Myndin er frá sjúkrahúsinu Vogi þaðan sem sjúklingar hafa meðal annars komið í eftirmeðferð á göngudeildina á Akureyri. vísir/heiða Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur. Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir í samtali við Vísi að Akureyrarbær hafi styrkt starfsemi göngudeildarinnar og gert það vel. Það fjármagn hafi hins vegar ekki dugað nema fyrir um þriðjungi rekstrarins og hefur eigið fé SÁÁ því farið í rekstur göngudeildarinnar á móti. Að sögn Arnþórs liggur það ekki fyrir hvenær göngudeildinni verði lokað en allt stefni í lokun hennar þar sem samtökin séu í þröngri stöðu vegna rekstursins og hafi verið það lengi. „Það er ekkert ríkisframlag til reksturs göngudeilda SÁÁ og enginn samningur við sjúkratryggingar. Það er auðvitað ekki gott að þurfa að loka göngudeildinni á Akureyri og við tökum ekki svona ákvörðun í fljótheitum,“ segir Arnþór. Hann segir að SÁÁ hafi fundað með stjórnvöldum á undanförnum árum með það að markmiði að fá opinbert fé í rekstur göngudeilda sem hafa bæði verið reknar í Reykjavík og á Akureyri. Göngudeild SÁÁ fyrir norðan hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Deildin hefur sinnt ráðgjöf og greiningu fyrir áfengis-og vímuefnasjúklinga á öllu Norðurlandi og koma flestir á deildina „til að fá eftirfylgd að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu Vogi eða eftirmeðferðarstöðinni Vík en einnig hafa aðstandendur sótt margvíslega þjónustu á göngudeildinni, sem og fólk með spilafíkn,“ að því er segir í tilkynningu samtakanna. Þar kemur jafnframt fram að í fyrra hafi 350 ráðgjafaviðtöl verið skráð á göngudeildinni og yfir 1200 komur í úrræði, fyrirlestra og grúppur.
Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira