Orðrómur um ástaratriði leiðir til hatrammra mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 06:38 Drottningin Padmavati byggir á aðalpersónu ljóðabálks frá 16. öld. VIACOM18 Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira